Vaka - 01.03.1928, Síða 47
[vaka]
UM ATVINNU 00 FJÁRHAGI Á ÍSLANDI.
41
bandinu nafnkunna, er þá hafði náð valdi yfir verzlun
Þjóðverja, að kúga Erík Noregskonung til þess að
veita sinum mönnum ýmis verzlunarhlunnindi umfram
kaupmenn annara þjóða, fyrst og fremst umfrarn
Englendinga1). Með samningi þessum má kalla, að
verzlunardrottnum Hansamanna í Noregi væri að fullu
viðurkennd af Norðmönnum sjálfum. Reyndar freistuðu
hinir norsku konungar hvað eftir annað að brjóta af
sér og ríki sínu verzlunarok þetta. En það kom fyrir
ekki, sem von var. Viðskiftabylting sú, sem Hansa-
sambandið hratt af stað og leiddi yfir allan norð-
vestur hluta Norðurálfu, var langt of öflugt til þess,
að einstaklingsviljinn fengi þar rönd við reist.
Hansa-sambandið hafði ásett sér að ná á sitt vald
verzluninni við Björgvin. En þar var frá fornu fari
miðstöð skreiðarverzlunar á Norðurlöndum. Þetta
tókst. Er löng frásaga um viðureign þessa og verður
hér ekki rakin. Nægir að geta þess, að um miðja 14.
öld höfðu Hansakaupmenn komið ár sinni þannig
fyrir borð í Noregi, að mest-öll verzlun við ísland,
Færeyjar og sjálfan Noreg laut Hansaskrifstofunni i
Björgvin. Og 50 árum siðar má svo að orði kveða,
að bein viðskifti enskra kaupmanna við Noreg hætti
með öllu.
En jafnframt því sem þessi bylting um verzlunar-
yfirráð á Norðurlöndum kemst í kring, gerast stór-
tíðindi hér á landi í atvinnulífi landsmanna. Verð-
ur ekki hjá því komizt að víkja að þeim nokkrum
orðum og' benda á samhengi þeirra við atburði þá,
er lauslega hefir verið á drepið hér að framan.
í sögu Laurentiusar biskups Kálfssonar (1323—1330)
segir frá því, er hann fór utan til vígslu sumarið 1324
og braut skip sitt í spón við Hálogaland. Segir svo í
sögunni: „Fjárhlutur allur týndist þar að mestum hlut-
1) DI. II. bls. 302—4.