Vaka - 01.03.1928, Side 54
48
ÞORKELL JÓHANN-ESSON:
[vaka]
an er ofur skiljanleg. Jarðir féllu yfirleitt í leigu-
gildi, lækkuðu að verðmæti vegna þess, að vinnu-
kraft skorti sökum mannfallsins. Nú er hægt að
sýna það með óyggjandi rökum, að jarðeignir hér á
landi féllu í verði á öndverðri 15. öld um 25—33%. Og
það er auðskilið, að verðrýrnun þessi hlaut að vega
talsvert upp á móti því, sem jarðagóss einhvers auð-
manns óx að hundraðatali við erfðir. Lækkun afgjald-
anna og stórum aukið framboð á jarðnæði, er stafaði
af því, er sveitir eyddust af fólki, hlaut að draga mjög
úr drottnunarvaldi jarðeigendanna yfir leiglending-
unum og grynna til muna það djúp, sem fyr og síðar
var staðfest þeirra á milli. Þeim var þá síður stætt
að brauka og hramla eins og dæmin sýna, að þeir
gerðu — t. d. Guðmundur ríki Arason á Iteykjahól-
um —nema þeir hefði annan öflugri bakhjarl að
styðjast við en jarðaryfirráðin ein og tekjur sínar af
jarðeignunum.
Ef vér lítum jTfir sögu þjóðar vorrar á 15. öld, virð-
um fyrir okkur höfðingja þá og höfðingjaættir, er þá
eru aðsópsmestar og ágætastar, og grcnnslumst eftir
um sögu þeirra frá upphafi, verður löngum eitt uppi
á teningnum. Nöfn þau, sem fyrir okkur verða, flest
eða ÖIl, eru tengd fast við hinar elztu og beztu ver-
stöðvar hér við land, fyrst og fremst þær, sem mest
kvað að á þessari öld, sem hér ræðir um. Vatnsfirð-
ingar og afkomendur Odds lögmanns lepps höfðu eign-
arhald og umráð á hinum ágætu verstöðvum við Djúp.
Skarðverjar og Reykhólamenn, Guðmundur riki Ara-
son og niðjar hans, áttu eða i'éðu fyrir helztu veiði-
stöðvum kringum Rreiðafjörð. Afkomendur Erlends
lögmanns Ólafssonar hins sterka, Erlendungar, áttu
miklar útvegsjarðir um Suðurnes og sunnan á Reykja-
nesi, í Selvogi. Ein rík og ágæt höfðingjaætt, Langs-
ætt, virðist vikja frá þessari reglu, og verður uppgang-
ur hennar þó eigi að síður rakinn til viðskiftanna við