Vaka - 01.03.1928, Qupperneq 55
Ívaka'J UM ATVINNU OG FJÁRHAGI Á ÍSLANDI. 49
erlenda ltaupmenn. Ættmenn þessir áttu brennisteins-
námur í Þingeyjarþingi, og mun auðlegð þeirra og
uppgangur hafa stuðzt við tekjur þeirra af brenni-
steinsnámi og sölu brennisteins, sein var harðla dýr-
mæt vara á 15. og 16. öld. Um sum höfuðból höfð-
ingjaættanna á 15. öld má ineð sanni segja, að þau
eru fræg höfðingjasetur í sögu vorri frá upphafi að
kalla má, t. d. Vatnsfjörður og Reykjahólar. En önn-
ur, eins og t. d. Skarð á Skarðsströnd og Hóll í Bol-
ungarvík, verða fyrst verulega fræg í sögu vorri á síð-
ara hluta 14. aldar og einkum eftir 1400. Blómaöld
þeirra helzt í hendur við þróun útvegsins. Og eigi
verður þetta síður sagt um Innrahólm, Brautarholt,
Hólm í Leiru, Sandgerði, Strönd í Selvogi og' önnur
höfuðból Erlendunga.
En þótt svo megi kalla, að regluleg bylting verði í
islenzku þjóðlífi eftir aldamótin 1400, þá má ekki
gleyma því, að bylting þessi kom ekki alveg óundir-
búið. Kalla má, að hún væri að búa um sig allan síð-
ara hluta 14. aldar. Rás viðburðanna hafði þá þegar
tekið stefnu, svo að ekki varð um villst, og bæði kirkjan
og höfðingjaættirnar höfðu að sjálfsögðu búið í hag-
inn fyrir afnot sín af sjávaraflanum, á þann hátt, að
tryggja sér eignar- og afnotarétt á útvegsjörðum og
verstöðvum. Má raunar rekja þá viöleitni höfðingj-
anna og kirkjuvaldsins mjög langt aftur í tímann, þótt
hún yrði ákveðnari síðar, enda markmið hennar i upp-
hafi eklti annað en það, að tryggja sér og mönnum
sínum ríflega skreið til heimilisþarfa. En það er ekki
fyr en eftir 1400, að aðstaða þessi fær stórfellda hagn-
aðarþýðingu, er nýir verzlunarhættir skapa henni allt
í einu að kalla möguleika til auðsafns i nýjum áður
óþekktum mæli, enda hefst þá keppni um þessi gæði,
svo að dró til stórtíðinda í deilum, ránskap og mann-
drápuin á 15. öld. Var hér heldur ekki um smámuni að
tefla. —•
4