Vaka - 01.03.1928, Side 58
52
ÞORKELL JÓHANNGSSON:
[vaka]
stétt, er lét aðra vinna fyrir sér, eða eyðslusömum
höfðingjum og þjónustufólki þeirra ella. En þó kastaði
tólfunum, er mikið af þessum tekjum og eignum
komst í vald konungs, og arðurinn af þeim rann al-
gerlega út úr landinu, ún þess að nokkuð lcæmi í stað-
inn. Af þessu öfugstreymi Ieiddi það, að þótt sjósókn-
in væri að vísu all-arðvænleg, þá kom sá arður aðeins
að litlu leyti að notum almenningi þeim, er sjóinn
sótti. Hinsvegar gerði vermennska þessi tvennl að
verkum, sem fyr eða síðar hlaut að verða þjóðinni í
heild sinni til ógæfu. Hún fjölgaði öreigalýð, sem
lifði af handafla sínum á sjávarbakkanum og átti ekki
annars úrkosta en að fara á verðgang, er aflinn brást.
Og hún svifti sveitirnar vinnukrafti, sem þær máttu
engan veginn án vera, ef búnaðinum átti ekki að vera
hætt. Enda eru dæinin deginum Ijósari þegar eftir 1400.
Fénaði fækkaði, jarðir lögðust í eyði og aðrar gengu
úr sér að rækt og mannvirkjum. Þess vegna komst hér
allt á flugstigu í basl og fátækt óðar en skreiðarverzl-
unin breyttist á síðara hluta 1 (>. aldar. Verðfall það,
sem þá varð á sjávarvörum, og stafaði að vísu mjög af
höftum þeirn, sem þá voru lögð á verzlun hér við land,
gerðu skjótan enda á velgengni útvegsins og þar með
alls landsins, svo sem þá var koinið högum. Landbún-
aðurinn, sem frá upphafi og fram á 14. öld hafði verið
höfuð-atvinnugrein landsmanna fyrir allra hluta sakir,
var nú, eftir 150 ára hnignun og vanrækslu, lítið ann-
að en skuggi af sjálfum sér. Uppgangur útvegsins hafði
orðið honuin ógæfa. En úr því, sem komið var, varð
hnignun útvegsins enn meiri ógæfa. Sú almenna við-
reisn, sem varð hér á landi á ofanverðri 15. öld, sjálf-
sagt að mjög miklu lejdi vegna hagstæðrar verzlunar
og aflabragða við sjóinn, hefði ef til vill getað haldið
áfram eftir 1520, þar sem fyr var frá horfið 1494, er
Plágan síðari kom og lagði í auðn 90 ára viðreisnar-