Vaka - 01.03.1928, Page 65
[vaka]
UM BYLTINO BOLSJEVIKA.
59
Frjálsir ínenn og þrælar, patriciar og plebejar, lands-
drottnar og þrælkaðir leiguliðar, meistarar og sveinar,
þ. e. a. s. kúgarar og kúgaðir hafa alltaf staðið á önd-
verðum meið og háð hvíldarlausa baráttu, ýmist leynt
eða Ijóst. Hafa Ieikslok jafnan orðið þau, að þjóðfé-
laginu hefir verið gerbreytt með byltingu eða báðar
stéttir liðið undir lok. — —-
Hið borgaralega þjóðfélag, sein reis á rústum léns-
skipulagsins hefir ekki útrýmt stéttagreining. Það hef-
ir að eins skapað nýjar andstæður, ný skilyrði til kúg-
unar, nýjar bardaga-aðferðir. En það er þó einkenni
nútimans, að stétta-greiningin hefir orðið einfaldari.
Þjóðfélagið greinist meir og meir í tvo feiknarstóra,
fjandsamlega flokka: auðmenn og öreigalýð.
Borgarastéttin er til orðin eftir margar breytingar
og byltingar framleiðsluhátta og samgöngutækja.
Fundur Ameríku og sjóleiðin til Indlands bauð borg-
arastéttinni ný starfssvið. Markaðirnir í Suður- og
Austur-Asíu, landnámið í Ameríku, verzlunin við ný-
lendurnar, vöxtur vörumagns og gjaldmiðils hófu
verzlun, iðnað og samgöngur á hærra stig en nokkru
sinni áður. Borgarastéttin skaut þeim stéttum, sem
blómgazt höfðu á miðöldum, aftur fyrir sig.
Borgarastéttin hefir breytt og bylt öllu. Hún hefir
rifið niður gamla lénsskipulagið ásamt öllu því bezta,
sem því fylgdi. Hún hefir slitið þau tryggðabönd, sem
tengdu saman hina æðri og óæðri stétt og engar tengd-
ir virt nema köld hagsmunasambönd. Hún hefir
breytt manngildi í peningagildi, frelsisskrám miðalda-
borganna í miskunnarlausa „frjálsa verzlun". í stað-
inn fyrir féfletting, sem var hjúpuð helgiblæjum trúar
og venju, hefir hún sett féfletting, sem er augljós, um-
svifalaus, hrottaleg og blygðunarlaus.
Auðvaldið hefir sýnt, hvílíkur feikna slæpingsskapur
hefir átt sér stað á fyrri tímum. Því að sjálft hefir
það leitt í Ijós, hverju inannlegur máttur fær á orkað.