Vaka - 01.03.1928, Page 66
60
ÁIiN'I PÁLSSON:
[vaka]
Hvað eru egypzku pýramídarnir, rómversku vatnsveit-
urnar og' gotnesku kirkjurnar í samanburði við íurðy-
verk þess? Hvað eru þjóðflutningarnir og krossferð-
irnar í samanburði við heimsferðir þess?
Auðvaldið getur ekki Jifað öðru vísi en að skifta
í sífellu um framleiðslutæki og framleisluhætti og;
byltir þannig þjóðskipulaginu í sifellu. Það var lífs-
skilyrði hinna fyrri iðnaðarstétta, að framleiðsluhættir
héldust óbreyttir. En einkenni borgaralega tímabilsins
er ævarandi ókyrrð og óvissa atvinnuskipulagsins..
Þörfin á nýjum markaði hefir knúð auðvaldið til þess
að vaða yfir allan hnöttinn. Þjóðlegar iðngreinar, sem
miðaðar voru við heimalandið liða undir lok, en aðrar
koma í staðinn, sem miðaðar eru við alþjóðahæfi. Nii
er unnið úr hráefnum frá hinum fjarlægustu beltum
jarðar, og þjóðir, sem áður voru sjálfum sér nægar,
verða nú að leita hverjar til annara og taka upp hin
inargvíslegustu viðskifti. — Auðvahlið hefir lagt sveit-
irnar undir yfirráð bæjanna, skapað stórbæi og losað
þar með fjölda manna af klafa hinnar seinlátu sveita-
menningar. Samtíinis hefir það lagt villtar og hálfvilltar
þjóðir undir yfirráð menningarþjóðanna.
Pólitískur samruni héraða, seiri áður höfðu haft
hvert sína hagsmuni, lög', stjórnarvöld og tollkcrfi, var
óhjákvæmileg afleiðing þess, að sívaxandi hluti fóllts-
mergðar og framleiðslutækja sameinaðist í bæjunum.
•— Auðvaldið hefir þannig á einni öld skapað stórfeng-
Iegri framleiðsluöfl en allar fyrri kynslóðir. En mi er
svo komið, að töframaðurinn ræður ekki lengur við
andann, sem hann hefir sært fram. Á síðustu áratug*
um hefir saga iðnaðar og verzlunar ekkert annað veríð
en saga um uppreisn framleiðsluaflanna gegn skipulagi
því og eignarrétti, sem er lífsskilyrði borgarastétt-
arinnar. Tíðar viðskiftakreppur sverfa svo fast að,
að allt auðvaldsskipulagið leikur á reiði-skjálfi. Hvers
vegna? Vegna þess að auðvaldið kemst að raun inn,