Vaka - 01.03.1928, Page 67
Ivaka]
UM BYLTING BOLSJEVÍKA.
61
að það hefir umráð yfir of miklu á öllum sviðum.
Framleiðsluöflin eru vaxin því yfir höfuð. Það hefir
smíðað vopnin,, sem verða því að bana, og ennfreinur
herinn, sem á með þau að fara, — verkamenn vorra
tíma, öreigana.
Verkamennirnir neyðast til þess að selja vinnu sína
<iag frá degi til þess að halda í sér lífinu og eru því
háðir öllum duttlungum samkeppninnar og markaðsins,
eins og hver önnur vara. Vélar og verkaskifting hafa
svift vinnuna ölluni þeim unaði, sein henni getur fylgt.
Verkamaðurinn verður einn hluti vélarinnar. Vinnu-
laun hans eru miðuð við það eitt, að hann geti dregið
fram lífið. — Þeir, sem hingað til hafa verið i hinni
óæðri iniðstétt, handverksmenn, smákaupmenn og smá-
bændur verða öreigar. Þeir geta ekki keppt við auð-
mennina. Þannig vex öreigamúgurinn fyrir aðstreymi
frá öðrum stéttum.
1 fyrstu voru öreigarnir dreifðir, en stóriðnaðurinn
smalar þeim saman í stóra hópa. Þá vaknar stéttar-
meðvitund þeirra. Hagsinunir þeirra verða sameigin-
legir, því að vélarnar jafna launin og lífskjörin. Aukin
samkeppni auðkýfinga og viðskiftakreppur valda
-snöggum launalækkunum. Baráttan milli auðmanna og
verkalýðs verður stéttabarátta. Verkainenn bindast
stéttarsamtökum til þess að tryggja sér sæmilegri laun.
Ýmist bera þeir sigur úr býtum eða verða að lúta í
Jægra haldi. En það skiftir minnstu máli, hver leiks-
tok verða í þeiin smáskærum. Höfuð-ávinningur verka-
lýðsins verður sá, að samtök hans eflast og verða víð-
tækari. Samgöngutækin, sem stóriðnaðurinn hefir
skapað, styðja og stórum að sameining verkalýðsins.
Öreigalýðurinn getur á nokkrum árum komið á sam-
tökum, sem borgarar miðalda hefðu þurft aldir lil að
inynda. Því valda járnbrautirnar.
Deilurnar innan hins borgaralega þjóðfélags styðja
•að uppgangi öreigalýðsins. Borgarastéttin á i sifelld-