Vaka - 01.03.1928, Side 68
62
ÁRNI PÁLSSON:
[vaka]:
um ófriði, einnig við nokkurn hluta stéttarinnar
sjálfrar, seni hefir ekki hag af iðnaðarframförunum.
En einkum l)erst auðvaldsstétt hvers lands við auð-
valdsstéttir annara landa og leitar hjálpar verkalýðs-
ins i þeirri viðureign. Við það vex verkalýðnum fiskur
um hrygg og þekking hans vex, enda hverfur nú fjöldi
manna úr hinni drottnandi stétt undir merki hans,
einkum menntainenn.
En öreigalýðurinn er þó eina stéttin, sem er bylt-
ingarstétt í raun og veru. Öreiginn á ekkert. Heimilis-
hagir hans eiga ekkert skylt við heimilishagi borgar-
anna, — sambúð hans við konu og börn er öll önnur.
Verksinið justritið og auðvaldskúgunin, sem er hin
sama í öllum löndum, hefir svifl hann öllum þjóð-
erniseinkennum. Lög, siðir, trúarbrögð, — allt þetta
er í hans augum borgaralegir hleypidómar, skálka-
skjól auðvaldsins, og eklcert annað. En öreigalýðurinn
getur því að eins sigrað — náð völdum yfir fram-
leiðslufækjunum — að liann gangi yfirstéttinni ger-
samlega milli bols og höfuðs. Hann getur ekki losnað
úr fjötrum nema hann sprengi yfirstéttina og allt
hennar hyski í loft upp.
Auðvaldið fellur vegna þess, að það getur ekki
stjórnað lengur. Það getur ekki einu sinni veitl þræl-
um sinuin það, sem þeir þarfnast sér til lífsviður-
væris. Tilvera yfirstéttarinnar verður ósamrýinanleg
tilveru múgsins. Þá getur þjóðfélagið ekki lengur þol-
að yfirráð hennar.
Frumskilyrðið fyrir tilveru og yfirráðum borgara-
stéttarinnar er myndun og vöxtur auðmagns í ein-
stakra manna höndum. Lífsskilyrði auðmagns er
launavinna. Grundvöllur launavinnu er samkeppni
verkamanna. En iðnaðarþróunin bindur enda á sam-
keppni þeirra og samtakaleysi og sameinar þá undir
merki byltingarinnar. Iðnaðarframfarir, sem borgara-
stéttin hefir mest liarizt fyrir, naga þannig ræturnar