Vaka - 01.03.1928, Blaðsíða 72
66
ÁRNI PALSSON:
[vaka]
því, sem ekki verður málum mælt eða tölum talið. En
um þessa kenning hans hefir verið rætt hér vegna
þess, að hún er ein meginstoðin undir lífsskoðunum
kommúnista.
3.
Samkvæmt kenningu Marx átti öreigabyltingin að
hefjast í einhverju því landi, þar sem iðnaður væri
lengst á veg kominn. Sá spádómur hefir orðið að engu,
svo sein kunnugt er. Um þær mundir, sem Marx hóf
kenningar sínar, virtist allt vera í föstum skorðum á
Rússlandi, — zardæmið almáttugt, en landið iðnaðar-
laust bændaland, svo að þaðan var sízt að vænta slikr-
ar byitingar, sem Marx boðaði. Þó var kommúnistum
auðvitað fullljóst frá upphafi, að hugsjónir þeirra áttu
engan ægilegri óvin en zarinn. Á hinum fyrsla fundi,
sem alþjóðasamhand verkamanna hélt í Genf 18(56 var
samþykkt m. a., að nauðsyn bæri til að ganga af zar-
dæminu dauðu, — fyr myndi ekki rofa til í Evrópu.
Nokkru síðar hófst nihilista-hveyfingin á Rússlandi, og
þó að sú hreyfing væri mjög blandin og nihilistar eng-
an veginn allir af sama sauðahúsi um pólitískar skoð-
anir, þá varð nú lýðum ljóst, að grundvöllurinn var
að skriðna undan harðstjórninni á Rússlandi. Kom-
múnistar tóku nú heldur að renna vonaraugum i þá
átt, og þó að þeir gætu ekki húizt við verkalýðsbylt-
ingu þar í iandi, þá vissu þeir að mikill hluti rúss-
neskra jarða var í sameign bænda. Ennþá átti bænda-
þorpið (,,mir“) jörðina, en ekki einstakir bændur, og
gerðu sumir kommúnistar sér nokkrar vonir um, að á
þeim sameignar-grundvelli mætti reisa nýtt rússneskt
þjóðfélag, er gengið væri milli bols og höfuðs á zar-
dæminu. Ekki þorðu þeir þó að fulltreysta því, en á
hinu byggðu þeir miklar vonir, að pólitísk bylting á
Rússlandi, hvers eðlis sem hún yrði, myndi kveikja í
allri Evrópu og knýja fram almenna öreigahyltingu.