Vaka - 01.03.1928, Page 74
68
ÁRNI PÁLSSON:
[vaka]
ur veruleg kennsl á þjóðarhagi Rússa, orðið Jjóst, að
þar er rótnæm og ægileg bylting í aðsígi.
Það var margt, sem olli því, að allar byltingarhug-
sjónir féllu í óvenjulegan frjóvan jarðveg á Rússlandi
um þessar mundir.
Zardæmið var orðið fúið niður til grunna, það átti
sér bersýnilega enga lífsvon. Nikulás 2. var að visu
kúgaður til þess að kalla saman ráðgjafarþing, en öll
viðskifti zar-stjórnarinnar við þingið báru þess ljósan
vott, að zardæmið brast kjark og mátt og ef til vill
einnig vilja til þess að stefna inn á nýjar brautir. Það
var dæmt samkvæmt eðli sínu og fortíð til ævinlegrar
baráttu gegn framsóknaröflum þjóðfélagsins. Keisar-
ar Rússlands þorðu í raun og veru aldrei að víkja um
eitt þverfet frá einveldinu, þó að sumir þeirra hafi haft
fullan vilja til þess, því að þeir voru lamaðir af ang-
ist við, að ef nokkuð væri slakað til, ef losað væri um
eina steinvölu, þá myndi stórskriðan samstundis falla
og grafa allt undir sér, en þó fyrst og fremst sjálfa
þá og ætt þeirra alla. Það var bert, að zardæmið þoldi
hvorki sjúkdómana, sem þjáðu það, né meðulin, sem
kunnað hefðu að ráða bót á þeim, og þess vegna hélt
hin hryllilega og hamingjulausa kúgun áfram, þangað
til að allt hrundi í rústir. En það sem reið zardæminu
að fullu var vanmáttur þess út á við. Það kom í ljós
þegar í Krímstríðinu og varð síðan æ berara, að zar-
stjórnin var orðin ófær til þess að gera her úr garði á
sæmilegan hátt, vegna þess að hún gat ekki haft hein-
il á óráðvendni embættismanna sinna. En harðstjórn,
sem hefir mátt til þess eins að kúga þegna sina, er
dauðadæmd að guðs og manna lögum.--------------
Riki zarsins náði yfir V7 hlula af yfirhorði jarðar.
Þar ægði saman aragrúa af alls konar þjóðum, skyld-
um og fjarskyhlum, og voru trúarbrögð þeirra mjög
sundurleit, en tungumálin skiftu tugum. Stór-rússar
droltnuðu yfir ríkinu með harðri hendi, en voru þó