Vaka - 01.03.1928, Page 76
70
ÁRNI PÁLSSON:
[vaka]
þeim gefnar upp sakir jafnharðan. Og ekki tók betra
við, er ófriðurinn skall yfir. Gyðingar voru þá flæmd-
ir úr öllum héruðum í nánd við vígstöðvarnar og
stúndum fluttir til fjarlægra héraða í austur-hluta
Rússlands. ÖJI þessi ókjör kveiktu auðvitað beiskt hat-
ur og sívakandi byltingai'hug hjá hinni ofsóttu, en ó-
drepandi þjóð. Gyðingar hafa verið á kreiki, hvar og
hvenær sem zardæminu hafa verið brugguð banaráð.
Þeir hafa tekið þátt í öllum samsæruin og öllum bylt-
ingatilraunum, sem gerzt hafa á Rússlandi. Og loks fór
svo, að þeir stóðu yfir höfuðsvörðuin zarsins. Flestir
hinir áköfustu og áhrifamestu forvígismenn kommún-
ista-byltingarinnar voru Gyðingar, t. d. Trotski, Zino-
viev, Kainenev, Radek, Sokolnikov og fjöldamargir
aðrir.----------
Þá er kommúnistar steyptu Kerenski af stóli, munu
flestir eða allir stjórnmálamenn álfunnar hafa verið
nokkurn veginn sammála um, að völd þeirra myndu
ekki eiga sér langan aldur. Það er og kunnugt, að ná-
lega allir foringjar jafnaðarmanna í öðrum löndum
töldu byltinguna óðs manns æði, enda gerðist brátt
fullur fjandskapur með þeim og hinum rússnesku
kommúnistum. Það kom og brátt i Ijós, að kenningar
kommúnista hittu hvergi fyrir sér frjóvan jarðveg í
Evrópu nema aðeins á Rússlandi. Þess vegna kom
mönnum vestur og norður um álfuna gersamlega á
óvart, hve Lenin og fylgifiskar hans náðu föstum tök-
um á almúganum á Rússlandi. Liðu langar stundir
áður en menn áttuðu sig á því, að í rússnesku þjóð-
lífi voru allt önnur þróunarskilyrði fyrir slíkar kenn-
ingar en hjá nokkurri annari Evrópuþjóð. Hér verður
aðeins rninnzt á eitt atriði, sem fæstum útlendum
mönnum var kunnugt um, en hefir áreiðanlega ver-
ið þungt á metunum.
Þrátt fyrir rótgróin völd og auðæfi grísk-kaþólsku
kirkjunnar og þó að stjórnin styddi hana al' öllu afii,