Vaka - 01.03.1928, Side 77
[vaka] '
UM BYLTING BOLSJEVÍKA.
71
þá voru afar-fjölmennir sértrúarflokkar, svo að tug-
um skifti, um allar sveitir landsins. Telst mönnum svo
til, að Vs h 1 u t i rússnesku þjóðarinnar hafi aðhyllzt
trúarflokka þessa. Þeir voru að vísu sundurleitir um
margt, en áttu sammerkt um það, að allir hötuðust
þeir við ríkiskirkjuna og flestir höfðu þeir þann átrún-
að, að þ ú s u n d á r a r í k i ð væri nálægt, —- það
hið sama þúsund ára ríki, sem höfundur Völuspár sá
hilla undir í fjarlægð, er hann kvað:
Munu ósánir
akrar vaxa,
böls mun alls batna,
mun Baldr koma.
Þessir miðalda-draumórar lifa enn þá í fullu fjöri í
djúpi hinnar rússnesku þjóðsálar, en eru vitanlega
horfnir úr sögunni annarsstaðar í Evrópu og hafa elcki
gerl vart við sig þar síðan á siðaskiftatímunuin. Mörg
önnur miðalda-einkenni hafa trúarflokkar þessir. I
sumnm þeirra tíðkast hinar mestu líkamspyndingar,
—• geldingar eða önnur meiðsl, — aðrir þeirra halda
samkomur, þar sem karlar og konur æsa sig til líkam-
legs losta með hinum kynlegustu aðferðum og þykj-
ast á þann einn hátt geta komizt í náið samband við
guðdóminn. Margir eru flokkarnir jafn-fjandsamlegir
ríki og kirkju, afneita eignarréttinum og öllu borgara-
legu skipulagi. Zarstjórnin ofsótti þá auðvitað grimmi-
lega, en vann ekki á, enda er mörgum þessara trúvill-
inga við brugðið fyrir hugprýði og hógværa staðfestu.
Sumir trúarflokkarnir hafa haft verulega mikilvæg á-
hril' á rússneskar bókmenntir. Má til dæmis nefna
„DuchoborzaRit Tolstoi’s eru gagnsýrð af kenning-
uin þeirra, skoðanir hans á kristindómi og siðfræði
stöfuðu beint frá þeim. Og öll sú bjartsýna og barns-
lega trú á skjót og rótnæm umskifti, sem hefir ein-
kennt menntalýð Rússlands síðan baráttan hófst gegn