Vaka - 01.03.1928, Page 78
72
ÁRNI PÁLSSON:
[vaka]
einveldinu, er vitanlega sprottin úr jarðvegi sama þjóð-
lífs, sem alið hefir alla hina undarlegu, draumlyndu
og ofstækisfullu trúarflokka. Menntamenn Rússlands
hafa borið þess margar menjar, að þeir voru sam-
bornir hræður trúarvillinganna, og sannaðist það ekki
hvað sízt á Lenin, svo sem brátt mun vikið að.
Þegar nú þess er gætt, að meginþorri verkamanna
í hinum ungu iðnaðarbæjum Rússlands var kynjaður
utan úr sveitum og alinn upp í bændabyggðum, þá er
engin furða, þó að þeir tækju kenningum Marx tveim
höndum, er þær bárust til þeirra. Rökin, sein þær voru
studdar með, fóru vitanlega fyrir ofan garð og neðan
hjá þeim. En boðskapur Marx um hið nýja ríki, þar
sem friður, bræðralag og fullsæla átti að drottna, kom
þeim ekki á óvart. Hinn gamli draumur, sem rnargir
þeirra höfðu lengi trúað á, birtist hér í nýju gervi.
Þess vegna gall heróp kommúnista, sem menn annars-
staðar virtu að vettugi, eins og dómshásúna i eyrum
rússneskra bænda og verkamanna. Það var ekki ábata-
vonin ein, sem dró þá til fylgis við Lenin, heldur ó-
Ijósar, arfgengar og ríkar tilhneigingar, sem áttu djúp-
ar rætur og lengi höfðu lniið um sig i þjóðlífinu.
4.
Um það eitt virðast a 11 i r, sem um byltinguna
hafa ritað vera samdóma, að hún sé eins manns verk:
Lcnins. Það er sameiginleg skoðun kommúnista og
fjandmanna þeirra, að Lenin einn hafi hleypt öreiga-
byltingunni af stokkunum og leitt hana til þess sig-
urs, sein auðið varð. Verður nú sagt nokkuð af mann-
inum, þó að það sé ekki auðgert í stuttu máli.
Venjulega eru rit manna og ræður beztu heimild-
irnar um sjálfa þá. Öðru máli gegnir um Lenin. Öll-
um kemur saman um, að í ritum hans kenni lítt
frumlegra hugsjóna, enda hafði hann gleypt Marx með
húð og hári og tönnlaði lcenningar hans seint og