Vaka - 01.03.1928, Qupperneq 80
74
ÁRNI PÁLSSON:
[vaka]
sjaldan bólað á nýstárlegum hugsunum og enn þá síð-
ur á óvenjulegum eða óvæntum málsnilldar-tilþrifum.
Hann hafði aldrei neinn formála fyrir ræðum sínum,
gekk beint og orðskviðalaust að efninu og skvrði það,
sem skýra þurfti, ineð sem fæstum orðum. Og þó kem-
ur öllum saman um, að áhrifameiri málsnilling hafi
þeir aldrei hlýtt á. Hversdagsleg orð fengu nýja merk-
ingju, nýjan þunga, ef hann tók þau sér í munn. Út-
slitnar röksemdir endurl'æddust, ef hann bar þær fram.
Hér er leyndardómurinn í sögu Lenins, Hann kunni
hvorki að hugsa, rita né tala betur en aðrir menn. En
hann bjó yfir undraverðum persónulegum krafti, sem
lagði aðra menn flata að fótum hans og gerði honum
fært að tæta í sundur eitt hið stórvaxnasta þjóðfélag
heimsins og mylja allt skipulag þess og stofnanir mél-
inu smærra.
Lenin bar það ekki utan á sér, að hann væri slíkum
krafti gæddur. Stalin lýsir hinum fyrstu fundum þeirra
á þessa leið, en þeir voru þá báðir staddir á bolsjevíka-
þingi í Tammerfors á Finnlandi (1905): „Mér lék mjög
hugur á að sjá fjalla-örn flokksins og bjóst við, að hann
væri ekki eingöngu mikill fyrir sér í stjórnmálunum,
heldur einnig mikill að vallarsýn. Ég hafði gert mér
í hugarlund, að hann væri jötunn að vexti, stórgerður
og fyrirmannlegur. Geta má nærri að mér brá í brún,
er ég sá allsendis hversdagslegan mann, er að engu
leyti, — alls engu leyti, -—- var auðkenndur frá öðrum
mönnum. — Það er algengt, að „miklir menn“ komi
of seint á mannfundi, svo að eftirvæntingin verði sem
mest og kliður fari um salinn, er stórinennið hirtist:
„Sko, þei, — þarna kemur hann“........... En hér fór
mjög á aðra leið. Lenin kom á fundinn á undan öðr-
um fulltrúum, settist út i horn og hóf saintal við ó-
breytta fundarmenn. Eg skal ekki neita því, að þá leit
ég svo á, að þetta væri brot á algengum og nauðsyn-
legum reglum“.