Vaka - 01.03.1928, Side 81
[vakaJ
UM BYLTING BOLSJEVÍKA.
75
Allir, sem ritað hafa um Leniii, ljúka upp einum
munni um það, að hann hafi verið manna jafnlyndast-
ur og „sízt brugðið við váveiflega hluti“, blíður á mann-
inn, hógvær og hispurslaus í daglegu lífi. En hvort
sem hann flutti ræður fyrir mannfjölda eða hann tólc
óbreytta alþýðumenn tali, þá fylgdi slílct seiðmagn
orðum hans, þó að þau væru ekki miltilsverð í sjálfu
sér, að menn voru ekki sjálfum sér samir, er þeir
gengu af fundi hans. Jafnaðarmaðurinn Landau-Ald-
anoff, einn hinn stækasti fjandmaður Lenins, segir frá
smáatburði einum, er lýsir þessu kynlega áhrifavaldi
hans. Verkamaður einn leitaði fundar við Lenin til þess
að flytja honuin einhverja ómerkilega smáfrétt. Len-
in var þá önnum kafinn svo sem mest mátti verða, en
veitti manninum þó áheyrn. „Ég sá þennan verka-
mann“, segir Aldanoff, „er hann hafði lokið erindi sínu
við Lenin. Hann var alveg frá sér numinn og allur ann-
ar, en hann átti að sér að vera. Venjulega var hann
rólyndur maður og skynsamur, en nú var hann allur
i uppnámi. „Þarna er maðurinn", endurtók hann í
sifellu, „þarna er maðurinn, sem ég gæti látið lífið fyr-
ir .... Nú hefst nýtt líf fyrir mér, er ég hefi séð hann
.... Betur að við hefðum átt slíkan zar!“ „En hvað
hefir hann þá sagt við yður?“ spurði ég, er hann var
orðinn nokkru rólegri. En ég fékk heldur óljóst og óá-
kveðið svar. „Þið eigið allt“, hafði Lenin sagt, „allt.
Berið ykkur eftir björginni! Öreigarnir eiga heiminn!
En trúið engum nema okkur. . . . Verkamenn eiga
enga aðra vini. Við einir erum vinir verkalýðsins". —
Hinn gamli verkamaður hafði vafalaust margsinnis
heyrt slík vitfirrt æsingarorð. Honum höfðu áreiðan-
lega oft verið gefin slílc fyrirheit um jarðneska para-
dís í staðinn fyrir ævilanga örbirgð. Var það kraftur
sterkrar trúar, sem greip hann svo fast? Var það seg-
ulmagn afburðamannsins, sem hafði snortið hann?“
Hvaðan kom Lenin þessi kynjakraftur? Á því er eng-