Vaka - 01.03.1928, Síða 83
[vaka]
UM BYLTING BOLSJEVÍKA.
77
ingin myndi hrinda upp hliðum hinnar jarðnesku para-
dísar og leiða mannkynið inn í eilífa sælustaði. Hann
var trúmaður allur frá hvirfli til ilja, hann átti sálar-
ró og skapfestu trúmannsins og þá ekki síður ofstæki
hans, miskunnarleysi og blindni.
Mönnum kann að koma það á óvart, er Lenin er
nefndur trúmaður. Mörgum mun kunnugt, að hann
afneitaði öllum trúarbrögðum og hataði sjálfa guðshug-
myndina stæku hatri. En þrátt fyrir það hafði hann
öll höfuðeinlrenni hinna sterku, einsýnu trúmanna.
Sannfæring hans um hina jarðneslcu paradís, sein hann
ætlaði að leiða mannkynið inn i, var svo sterk, að hún
varð honum og fylgifiskum hans að fullkominni vissu.
Og afstaða hans til annara trúarbragða sýnir það ein-
mitt iiezt, að hann var ekki vantrúarmður. Því að
vantrúin er umburðarlynd að eðlisfari. En þeir, sem
sjálfir boða nýja trú og eru gagnsannfærðir um, að
þeir einir viti, hvað satt er og rétt, geta ekki litið önn-
ur trúarbrögð vinaraugum, því að þau eru háskalegir
keppinautar um sálir manna, og þess vegna eru þeim
ekki grið gefandi, ef þess er nokkur kostur að upp-
ræta þau með öllu.
Allt þetta kom berlega fram i ofsóknum Lenins gegn
rússnesku kirkjunni. Það er sem hann umhverfist og
missi stjórn á tungu sinni og penna, hvenær sem hann
minnist á guðstrú eða kristindóm. Aldavinur hans,
Maxim Gorki, sem var að flestu leyti skoðanabróðir
hans bæði um stjórnmál og trúmál, lét einhvern tima
í Jjós samúð með þeim, sem leituðu guðs af innstu
þörf hjartans. Þá varð Lenin svo æfur, að hann ruddi
úr sér langri romsu, þar sem hvert fúkyrðið er öðru
ferlegra. Hann þrumar yfir Gorki: ,,Það er hræði-
legt til þess að hugsa, hvar þér munuð lenda með sliku
háttalagi! . . . Sérhver trúarhugmynd, sérhver hugmynd
um sérhvern guð, — og jafnvel þótt ekki sé nema daður
við slíkar hugmyndir, — er óumræðileg ósvinna, og ein-