Vaka - 01.03.1928, Page 84
78
ÁUXI PÁLSSON:
[vaka]
mitt þess vegna þolir borgarastéttin allt slíkt með
glöðu geði og tekur því jafnvel opnum örmum, — ein-
mitt vegna þess að það er hinn háskalegasti lubba-
skapur, hinn andstyggilegasti og næmasti sjúkdómur.
Almenningi er kleift að fletta ofan af syndum, óþokka-
brögðum, ofbeldisverkum og spillingu líkamlegrar teg-
undar; slíkt er þess vegna miklu hættulausara heldur
en hin fíngerða, andlega guðshugmynd, sem skrýdd er
veglegum hugsjónaskrúða......... Og þér, sem þekkið
istöðuleysi og hverflyndi hinnar smáborgaralegu sálar,
þér viljið ginna hana á eitri, sem er sykrað og sveipað tæl-
andi hégóma!! Það er sannarlega óskaplegt! .... Hver
sá maður, sem fæst við að skapa sér guð, eða leyfir, að
slíkt sé gert, hrækir á sjálfan sig..Ég les grein yð-
ar aftur og aftur, reyni að skilja, hvernig þér hafið
ratað í þessa villu, en stend uppi ráðalaus.....Hvers
vegna aðhafizt þér slíkt? Annað eins og þetta lcemur
bölvanlega við mig!“
Andi og orðbragð þessarar hamslausu árásar minna
sterklega á reiðilestra Lúthers yfir páfanum í Róm.
Viðlíka kveðjur vönduðu trúmenn miðalda ,,guðníð-
ingum“ og „villutrúarmönnum“. Slík fáryrði eru sprott-
in af trúarol'sa, en ekki af vantrú. Enda minnist ég ekki
að hafa heyrt þess getið, að nokkur vantrúarmaður í
bómenntum Evrópu hafi nokkru sinni látið sér önnur
eins orð um munn fara.
5.
Lenin brýndi þráfaldlega fyrir mönnum, að í þjóð-
félagi því, sem í vændum væri, er kommúnistar hefðu
fullplægt akurinn, myndi allt með öðrum og miklu full-
komnara hætti heldur en nú gerist, svo að þjóðfélag
nútíðarinnar væri ekki einu sinni svipur hjá sjón. í hin-
um nýja sið myndi vinnan verða margfalt arðmeiri en nú
væri dæmi til, og þá myndi ný kynslóð vaxin ujip, sem
aldrei hefði átt sinn líka i mannheimi. Marx hafði flutt