Vaka - 01.03.1928, Qupperneq 87
[vaka]
UM BYLTING BOLSJEVÍKA.
81
vænstan að gefa upp alla vörn. En einkum skulu þó
komnninistar hafa vakandi auga á hinni uppvaxandi
kynslóð. Hún skal öll alin upp í skólum, þar sem
henni verða innrættar lífsskoðanir og siðfræði kom-
múnista. Þá er kommúnistar hafa náð slíku tangar-
haldi á þjóðfélaginu, skulu þeir hagræða sér sem hezt
i valdasætinu og sitja sem fastast, því að öll líkindi
eru til, að þeir komist ekki að takinarkinu í hinni
fyrstu atrennu. Og aldrei mega kommúnistar gleyma
því, að þroski verkalýðsins er ennþá mjög ófullkom-
inn. Þessvegna skulu verkamenn kúgaðir til fullkom-
innar hlýðni. Þeir skulu hvorki hafa rétt til verkfalls
né til þess að láta í Ijós neinar skoðanir, sem koma í
liága við hinn drottnandi rétttrúnað.
Kommúnistar neita því ekki, að þessi nýi mennta-
skóli, sem þeir hafa kúgað rússnesku þjóðina inn í,
sé harður skóli. Þeir segjast í raun og veru hafa óbeit
á ofheldisverkum, misþyrmingum og manndrápum og
ætla af göflunum að ganga, er yfirstéttir annara þjóða
fremja slík hryðjuverk. Hvers vegna? Vegna þess, að
yfirstéttirnar hafa framtiðina á móti sér og berjast
fyrir röngu máli. En kommúnistar hafa framtíðina með
sér og herjast fyrir réttu máli. Þeir vita e i n i r , hvað
ÖUum gegnir hezt. Þeir ejnir þekkja greinarmun
góðs Og' ills.
En livað langan tíma þurfa þeir til þess að kúga lýð-
inn til fullkomnunar? Hvað löng verður skólagangan?
Þeir segjast ekkert geta sagt um það, en suinir þeirra
hafa gizkað á, að alræðistímabilið muni verða 20—30
ár, aðrir hálfa öld eða heila. Lenin virðist hafa verið
stundum mjög vongóður um, að skeiðið myndi runnið
á enda á ótrúlega stuttum tíma. Trotski segist svo frá,
að í ársbyrjun 1918 hafi Lenin verið þeirrar skoðunar,
að kommúnistar myndu geta leitt baráttu sína til
lykta á fáeinum m á n u ð u m . „Þessi orð“, segir
Trotski, „virðast nú fullkomlega óskiljanleg: er þetta
6