Vaka - 01.03.1928, Page 88
82
ÁRNI PÁLSSON:
[vaka]
ekki ritvilla? Vildi hann ekki sagt hafa: á fáeinum
á r u in eða f á e i n u m á r a t u g u m ? Nei, það var
ekki ritvilla; það er auðvelt að benda á fleiri yfirlýs-
ingar Lenins, sem fara í sömu átt. Ég minnist þess vel,
að Lenin staðhæfði það í upphafi margsinnis við sam-
stjórnendur sína, að eftir hálft ár myndi stefnuskrá
jafnaðarmanna komin í framkvæmd og Rússland orð-
ið voldugasta ríki heimsins. Hinir hæglátari byltingar-
menn, —■ og raunar ekki þeir einir, — litu þá upp for-
viða og ráðþrota og horfðu hvorir á aðra“. Og Trotski
er ekki á þvi, að Lenin hafi farið með slíkar spásagnir
eingöngu til þess að halda hita og lífi í flokki sínum.
„Hann trúði á það, sem hann sagði. Þessi fjarstæða, að
gerlegt myndi að koma jafnaðarstefnunni í fram-
kvæmd á hálfu ári, lýsir sálarlifi Lenins engu miður
heldur en hagsýni hans, er hann réð fram úr vanda-
málum hversdagslífsins. Sterkasta aflfjöður hugsunar
hans vár alltaf djúp og óhaggandi trú á hina stórfelldu
möguleika mannlegrar þróunar, sem al]t væri leggjandi
í sölurnar fyrir“. Engin fórn væri of dýr, engin þjáning
of þung, er uin framtíðarheill mannkynsins væri að
tefla.
En Lenin kom aldrei til hugar, að neitt annað en
kúgun gæti bjargað mannkyninu inn í hina jarðnesku
paradís. Að vísu hafði hann tröllatrú á, að kleift myndi
að gerbreyta kynslóðinni með „nýrri og nytsamlegri“
fræðslu, enda hafa bolsjevíkar stofnað fjöldamarga
æðri og lægri skóla. En í öllum þeim skólum situr ein-
eygt ofstæki í öndvegi, kúgunarvald hins drottnandi
flokks hvilir eins og mara á fræðslunni og kenning-
arfrelsi er þar ekki meira en í klaustra- og kirkna-
skólum miðalda. Nei, kúgunin er einka-úrræðið, ná-
kvæm og rækileg kúgun á öllum sviðum mannlífsins.
Kúgun skapar hræðslu, hræðslan undirgefni, en af
undirgefninni spretta lífsvenjur, sem eiga að leggja
hömlur á og jafnvel uppræta til fulls úr manneðlinu