Vaka - 01.03.1928, Síða 89
[vaka]
UM BYLTING BOLSJEVÍKA.
83
þær tilhneigingar, sem hingað til hafa reynzt háskaleg-
astar í sambúð manna. Leti, fáfræði, hégómaskapur,
öfundssýki, eigingirni, illgirni, drottnunargirni o. s.
frv., — allt slíkt mun hverfa eins og dögg í sólskini
um þær mundir, sem kommúnistar hafa lokið ætlunar-
verki sínu. Þá mun ríkisvaldið hverfa úr sögunni, því
að þá er alit valdlioð orðið óþarft. Allur mannlegur
félagsskapur mun þá livila á frjálsum samtökum og
þá mun séð fyrir öllum þörfum, því að sérhver mun
láta það af hendi rakna, sem hann er fær um að veita
og aðrir menn þarfnast fyrir. („From each according
to his powers; to each according to his needs“).
Slíkur er fagnaðarboðskapur Lenins, og er þó ekki
nema hálfsögð sagan af þeim táknum og stórmerkj-
um, sem í vændum eru. Hér skulu tilfærð nokkur um-
mæli Trotskis um dásemdirnar í framtíðar-þjóðfélag-
inu. Hann er vafalaust víðsýnastur og dómgreindast-
ur allra bolsjevíka, enda hefir hann margoft snúizt
öndverður gegn öfgum og óvitahjali flokksmanna
sinna. En þó syngur hann í sarna tón sem hinir um
dýrðina í paradís og fer jafnvel enn þá hærra:
,,f þjóðfélagi kommúnista mun það ekki verða und-
ir hendingu komið, hvernig menn hátta daglegu lif-
erni sínu, .... heldur mun það verða mótað, marg-
prófað, þjálfað og lagfært af skynsamlegri hugsun. Þá
er hversdagslífið losnar undan frumbýlingskjörunum,
mun engin hætta verða á, að það lendi i mókandi kyr-
stöðu. Og ennfremur: maðurinn mun að lokum snúa
sér að því, að skapa jafnvægi og saniræmi i sjálfum
sér, hann mun taka sér fyrir hendur að gera líkams-
lireyfingar sínar skýrari, hagkvæmari, auðveldari og
þá um leið fegurri. Hann mun allt í einu njóta þeirrar
ánægju, að leggja þau störf líkamans, sem gerast að
miklu eða öllu leyti að honum óvitandi, — andardrátt,
hlóðrás, meltingu og æxlun, — undir vald skynsem-
innar og viljans. Mannkynið, — homo sapiens, sem