Vaka - 01.03.1928, Page 93
BÓKMENNTAÞÆTTIR.
I. TlMAMÓT.
Það kveður oft við nú á dögum, að vér lifum á mikl-
um tíinamótum. Og þetta má til sanns vegar færa.
Reyndar hefur það sama jafnan verið sagt, þegar
nokkurt lífsmark hefur verið með heiminum. Það er
aum kynslóð, sem byrjar ekki starf sitt með jiví að
ætla að skapa nýjan heim. En þó hefur sjaldan verið
kynt greinilegri aklamótabrenna en 1914, jiegar nítj-
ánda öldin (sem hófst með Vínar-þinginu og Helga
sambandinu 1815) bar allan auð sinn á bál ófriðarins
mikla. Jafnvel hér úti á Islandi kom styrjöldin að ýmsu
leyti auknum skriði á þjóðfélagsbyltingu, sem búið
hafði uin sig næstu áratugi á undan og var gagngerð-
ari en víða annars staðar. Margan svimar við að horfa
á þá byltingu. Sunium finnst þeir vera magnlausir og
ráða ekki við neitt. Sumir halda, að þeir sé sjálfir í
byltingunni og hafi meira en mannlegt afl.
Þegar menn sundlar í ám, er ekki bezta ráðið að
liorfa ofan í stríðan strauminn. Ekki myndi það held-
ur þykja reiðmannlegt að snúa sér við á hestinum og
horfa til þess lands, sem lagt var frá. Bezt er að horfa
lil bakkans, sem að er stefnt. Þess má vænta, að á öll-
um byltingatímum sé einhver fortiðarreynsla og fram-
tíðarmörk, sem geti verið til leiðbeiningar í iðu líðandi
stundar. Og af því tvennu er vafalaust hollara að beina
athyglinni að miðinu fram undan. Lifsins leið liggur
aldrei aftur á bak, jafnvel þó að barátta þess geti verið
fólgin í endurheimt glataðra gilda. Þau verðmæti eru
ný í hvert sinn, sem þau eru aftur heimt.