Vaka - 01.03.1928, Síða 94
88
SIGURÐUR NORDAL:
[vaka]
Þættir þessir, sem að öllu forfallalausu munu halda
áfram að birtast i V ö k u, verða ekki annað en sund-
urlausar athugasemdir um ýmis tímamóta-fyrirbrigði
á því sviði, 'sem mér er helzt kunnugt, en það eru hók-
menntir. Eg vildi reyna að horfa lengra frá mér en við
verður komið í flestum dagdómum um bækur og bólc-
menntir, og þá einkum fram á leið. En þegar þess er
gætt, að þessar athugasemdir eru hripaðar í hjáverk-
um við önnur störf, sem öll beinast að rannsókn lið-
inna tíma, verður að virða mér það til vorkunnar, þó
að ég kunni að líta aftur við og við. Þar er þó að
minnsta kosti líka fast land.
II. INNLENT OG, ÚTLENT.
Öll menning hefur, síðan sögur hófust, blómgazt
með þeim hætti, að erlend áhrif og heimafengin hugs-
un hafa tekið höndum saman. Engin þjóð virðist eiga
frjósemi til þess að endurnýja menningu sína i fullri
einangrun. En hitt er engu að síður nauðsynlegt, að
sii menning, sem vex upp fyrir aðkomin áhrif, standi
djúpum rótum í eðli og fortíð þjóðarinnar. Hið erlenda
og innlenda verður jafnan að vera í heilbrigðu jafn-
vægi, ef vel á að fara.
Það þarf ekki lengi að skyggnast um í sögu íslenzkra
bókmennta til þess að finna slcýr dæmi þessa merki-
lega lögmáls. Upptök íslenzkrar sagnaritunar á 12. öld
verða fyrir margvíslega örvun af erlendum uppruna,
en inestu skiftir þó, hversu rík var hin þjóðlega undir-
staða fróðleiks og frásögulistar. Aftur á móti sýnir
hnignun sagnaritunarinnar í lygisögum og riddarasög-
um dæmi erlendra áhrifa, sem báru þjóðina alveg ofur-
liði, svo að við þau sköpuðust bókmenntir, sem ósam-
boðnar voru eðlilegum smekk hennar og hæfileikum.
Saga rímnakveðskapar og bókmenntastarfsemi íslenzkr-
ar alþýðu yfirleitt er átakanlegt dæmi kyrrstöðu, sem
kenna má skorti á aðkomnum áhrifum. Dæmi Stephans