Vaka - 01.03.1928, Side 98
92
SIGUKÐUR NORDAL:
[vaka]
III. KAPPATAL OG KASMÍRVEFUR.
Af einskærri tilviljun bárust mér í fyrravor sama dag
í hendur tvö kver, sem voru mér furðu glögg damii
]>ess, hvílíkar andstæður togast nú á um þjóðlíf og
menningu Islendinga. Annað kverið var Kappaslagur
eftir fræðimanninn og þjóðsagnaþulinn Sigfús Sigfús-
son frá Eyvindará. Hitt var 3. hefti Vefarans mikla
frá Kasmír, el'tir hinn stórhugá og mikilhæfa rithöfund
Halldór Kiljan Laxness.
Sigfús hefur þessi einkunnarorð fyrir riti sínu:
„Efnið í fyrirrúmi, rímið þar næst, málið síðast“. Efn-
ið er gamalkunnugt. Rímuð afreksmannatöl hafa verið
gerð á íslandi í 8 aldir, eða allt frá því að Haukur \'al-
dísarson kvað Islendingádrápu sina. Engum hefur tek-
izt að blása neinu lífi í slíkt yrkisefni, nema þeim sem
hent hafa gaman að því, eins og höfundar Skíðarímu
og Fjósarímu. En slíkar minnisþulur voru gagnsam-
legar meðan engar sögur voru prentaðar og fornsögur
eigi síður sagðar en lesnar. Kvæðabálki Sigfúsar svipar
mest til hinna dýrkveðnustu kappatala 17. aldar. Hátt-
uririn er aldýr hryrihéhda, og verður flest ánnað að
lúta í lægra haldi fyrir kröfum hennar. Skal eg taka
til dæriiis eitt erindi:
Egill rammur, acgi grimmur,
ímynd Skalla-Gríms hins snjalla,
Ijóðsnillingur, lýðsforingi,
lét Dragvandil Bretum granda,
víkings aldir orku felldi,
Ynglings sæði og Fenliringsbræður;
móði þrunginn þjóðskörungur
þykir heldur mikilfelldur.
Sigfús veit vel sjálfur (og segir það hispurslaust í for-
málanum), að þetta er ekki skáldskapur. Þetta er and-
Jeg tóvinna, gerð af talsverðri list, eins og oddbrugðin
hrosshársgjörð. En munurinn er sá, að gjörðin gerir