Vaka - 01.03.1928, Page 100
94
SIGURÐUR NORDAL:
[vaka]
svindilinn. í framtíðinni verður listamannsæðið læknað
með einföldum uppskurði. „Listamaðurinn á sér engin
siðferðileg hugðarefni“ (Wilde). — — — (Listin) er
kókaindella sálsýklinga, sem skortir þrek til starfs,
verkfæri manns, sem sér i því takmark lifsins að verða
dagbókarefni í fréttablöðunum, eins og skeytin frá
veðurathugunarstöðinni" o. s. frv. (159). Svona lætur
söguhetjan dæluna ganga örk eftir örk. Þetta er allt
ánnað en íslenzkur heimilisiðnaður. Það á heldur ekki
mikið skylt við Kasmírvef. Ef sækja á samlíkingu i
vefnaðarvörur, rninnir Steinn Elliði í slíkum þáttum
bókarinnar helzt á farandsala, sem breiðir út pjötlu-
safn sitt frá ýmsum löndum og af alls konar toga.
Eru slikar andstæður auðlegðarmerki? Þær eru
efniviður í inenningu. En heldur ekki meir. ÖII menn-
ing er samruni andstæðna, jafnvægi, samræmi. Vér ís-
lendingar höfum einu sinni átt hámenningu, sem minjar
sjást af i rituðum bókum. Þá var skrifað eins um allt
land og með leikum og lærðum, svo að glöggskyggni
þarf nú til þess að sjá einkenni hvers höfundar. En
þetta stóð ekki nema skamma hríð. Andstæður lærðs
stíls og leiks, vísinda og skemmtunar, eru merki við-
vaningsstigsins á undan og hnignunarinnar á eftir.
Andstæður, jafnvel öfgar, geta snúizt til gagnsemdar.
En skilyrði þess er, að lesendur haldi geði sínu, skilji,
hvað um er að ræða, færi sér þær í nyt; en hlaupi ekki
eftir þeim í blindni. En eg er hræddur um, að menn
vilji skiftast í flokka um þá Sigfús og Halldór. Vefar-
inn hefur verið heiðraður, jafnvel yfir verðleika fram,
með heilagri vandlætingu og gremju mætra manna.
Vonandi kunna þeir menn að meta Kappaslag. A hinn
bóginn má búast við, að Vefarinn verði biblía og fyrir-
mynd ýmissa lítt þroskaðra smáskálda, sem aldrei
hafa komið út fyrir landsteinana, en finnst þeir vera
timans herrar af því að þeir eru „eftirstríðsrithöfund-
ar“ (eða ,,eftirhalldórskiljanslaxnessrithöfundar“). Þá