Vaka - 01.03.1928, Side 104
08
SltíURÐUR NORDAL:
[vaka}
og di'egui' i'rá. En öll miðar sú meðferð að því að losa
verkið við einstaklingsþefinn, svo að eftir verði algilt
efni í algildu formi. Þessi verk verða ekki einungis
listaverk, heldur beinar heimildir um hugsunarhátt og
menningu vissra þjóða og tíma, og þess vegna því verð-
mætari sem lengra Iíður frá.
Á slíkum breytingatímum, sem nú standa yfir, er
það hin mesta nauðsyn og þarfaverk að skrásetja sem
mest af heimildum um það, sem er að hverfa. Svo lílið
sem slíkar lýsingar oft og einatt láta yfir sér, þá er
óhætt að spá þeim miklu langlífi. Þær verða bæði efni-
viður fyrir listamenn og skáld, þótt siðar verði, og
auk þess jafnán skemmtilegar aflestrar fyrir almenn-
ing. Það eru ekki margar íslenzkar skáldsögur lrá 20.
öldinni, sem verða lífseigari en Æfisaga Sigurðar Ingj-
aldssonar frá Balaskarði eða sumir kaflar í Veraldar-
sögu Sveins á Mælifellsá, og hefur þeim ritum þó ekki
vei'ið hossað hátt lram að þessu, Lýsingar eins og
Bernskuheimilið mitt (Eimr., 1906) eftir Ólöfu frá
Hlöðuin eða Melaheimilið fyrir 60 árum (Bókin mín,
1921)) eftir Ingunni Jónsdóttur verða dýrmætari eign
þjóðarinrtar með hverri öld, sem líður. Hér fer sein
oftar, að það endist bezt, sem minnst er eða virðist
vera fyrir haft. Þetta gæti verið bending til sumra al-
þýðuhöfunda vorra. Þeir búa yfir efni, sem nauðsyn
er að íæra í letur, en þeir eru ekki menn til Jiess að
gera sjálfir úr því listaverk. Enginn getur t. d. efazt
um, að Teódór Friðriksson sé ritfærari en Sigurður
Ingjaldsson. Samt mun engin af skáldsögum Teódórs
lifa eins lengi og Ælisaga Sigurðar. Það kemur til af
því, að á efnið í sögum Teódórs verður ekki síðar lagð-
ur fullur trúnaður, af því að það kemur fram i skáld-
sögubúningi. ()g auk þess er þeim búningi áfátt að
ýmsu leyti, sögurnar verða dæmdar á mælikvarða lista-
verks og gjalda þess, að höfundurinn héfur viljað meira
en hann var maður til. En það fer varla hjá því, að