Vaka - 01.03.1928, Page 106
SIGURÐUR NORDAL:
[vaka]
100
Sifí liann ekki semja fer
að siðum hænda yngra,
á hestum jafnan heiman l>er
heldr en úr kaupstað þyngra.
Eg vildi eg hefði haft íúm til þess að tilfæra alla rím-
una, „bragsnillingunum“ tii fyrirmyndar. Hún er und-
irstöðu-matur.
Það heyrist stunduin nú í seinni tíð, að alþýðumenn-
ing vor sé að mestu levti skjal og' skrum. Víst er um
það, að henni er að ýmsu leyti áfátt og réttmætar að-
finnslur geta orðið henni að gagni. En þær þurfa þá
helzt að koma frá mönnum, sem eitthvað hafa til sam-
anburðar og vita, hvað alþýða er og hvað menning er.
Halldór Kiljan Laxness hefur (að því er Heimskringla
segir) látið sér þau endemi um munn i'ara, að menn-
ingu og bókmenntun alþýðu sé hælt hér úr hófi af póli-
tískuin ástæðum og þess gjaldi svo verk hinna meira
háttar skálda. Hann virðist helzt halda, að íslenzk
sveitamenning hafi verið fundin upp sér til bölvun-
ar, til þess að skyggja á Vefarann mikla. Það er eins
og ef þvi væri haldið fram, að Esjunni hel'ði verið tildr-
að upp til þess að gera lítið úr Nathan & Olsen.
Hitt er annað mál, að íslenzkri þjóðmenningu er ekki
sæmilega borgið með undirstöðu alþýðumennta og al-
þýðulífs einni sainan. Miklar bókmenntir renna upp, þeg-
ar alþjóðleg inenntun og hugsun kennir skáldunum að
ráða rúnir fornra siða, söngva og sagna þjóðar sinnar
á nýjan og djúpsæjan hátt. Þetta gerðist t. d. í Þýzka-
landi, þegar Herder opnaði heim hinna þjóðlegu bók-
mennta l'yrir Goethe, í Noregi, þegar þeir Ibsen og
Björnson sökktu sér ofan í íslenzkar fornsögur og
norsk æfintýri. Enginn efast um, að Pétur Gautur sé
meira listaverk en æfintýrið, sem Ibsen orti út af,
Kongsemnerne meira listaverk en Hákonar saga. 1 is-
lenzkum bókmenntum höfum vér a. m. k. eitl merki-
iegt dæmi hins sama, þar sem er Fjalla-Eyvindur Jó-