Vaka - 01.03.1928, Page 110
104
ORÐABELGUR.
[VAK/]
ekki spámannlega vaxin, ef t. d. sonarsonarsyni G. F.
verður skotaskuld úr að finna hæði smellnar vísur og
innileg lofkvæði stutta hárinu til stuðnings, ef hann
skyldi líkjast honum langafa sínum og hafa gaman af
að „leggja orð í belg“.
Kona.
Kæra frú!
Mér er ánægja að ræða þetta mál við yður, jiví að
þér eruð andrík og leggið gott til hans sonarsonar-
sonar míns, og hver veit nema hann verði dóttur-
dóttursonur yðar líka. Annað eins hefir komið fyrir
í ættartölum. Ef svo fer, þá verður hann Hldega á báð-
um áttum um hárið. Þegar hann sér fallega stúlku
stutthærða, þá kippir honum i kynið til hennar lang-
ömmu sinnar og syngur því lof og dýrð, en sjái hann
svo aðra, sem kveða má um: „glóbjart liðast hár um
kinn“, eða „tinnudökka hárið hrökkur herðar við í
mjúkum liðum“, þá mun hann sverja sig í ættina til
mín. Og af því að ég geri ráð fyrir, að hann verði ætt-
rækinn og lesi gamla „Vöku“, þá ætla ég að skýra mál-
ið sem bezt frá mínu sjónarmiði.
Mér skilst, að við séum sammála um galla lausa
hársins, en þér segið, að fjöldi kvenna verði að velja
um lausa hárið eða drengjakollinn. Hinar munu þó
vissulega fleiri, sem velja um mikið og fagurt hár og
drengjakollinn. Fyrst og fremst þeirra vegna vék ég
að lausa hárinu, því að lausa hárið kemur þeim í koll
síðar, ef þær láta klippa sig nú. Tízkan hvarflar alltaf
milli tveggja öfga, og þegar hárkaupmennirnir eru bún-
ir að fá helzt til miklar birgðir af hári, munu þeir sjá
um, að tízkan búi til markað fyrir það. Þá verður lausa
hárinu tjaldað, meðan nýtt hár er að vaxa, og mér óar
við að hugsa um allt það hárlos og losarahár, sem þá
verður í veröldinni. Hvað verður þá af hreinlætinu og
þægindúnum, sem þér færið stutta hárinu til gildis?
Ég hefi nú reyndar ekki orðið var við, að kvartað hafi
verið um það, alt frá sköpun veraldar og til þessa dags,
að konur gætu ekki hirt á sér haddinn, þó að þær létu
hárið vaxa, og mundi margur taka undir með Hall-
freði: