Vaka - 01.03.1928, Side 111
[vaka]
ORÐABELGUR.
105
En af ungum svanná
auðhnykkjanda þykkir,
óð emk gjarn at greiða,
ganga dýrligr angi.
Um fegurðina má lengi deila, því að ,,svo má illu
venjast, að gott þyki“, en að konur hafi á öllum öld-
um og til vorra tíma haldið langa hárinu, þrátt fyrir
allar sveiflur tízkunnar, það bendir þó á, að óspillt til-
finning manna segi til, að hárið sé ein mesta prýði
konunnar.
Nú vilja þær óáreittar hafa saina frjálsræði sem
karlar til að klippa hár sitt, og auðvitað hafa þær
frjálsræðið til að klippa sig og krúnuraka, ef þær vilja,
en hitt geta þær ekki heimtað, að karlmönnum öllum
lítist jafnvel á þær eftir sem áður. Og fordæmi karl-
manna réttlætir þær ekki í þessum efnum, þvi að þeim
fer ekki allt vel, sem karlmönnum fer vel. Fegurð
kvenna er frá náttúrunnar hendi nokkuð með öðrum
hætti en karla og í samræmi við það ætti tizkan að
vera. Þegar karlmenn klippa hár sitt, þá marka þeir
enn meir þann mun, sem náttúran hefir gert á þeim
og konum, og óteljandi skallar votta, að hárið er karl-
mönnum ekki eins fast á höfði og konum. Og þegar
karlmenn raka af sér skeggið — og það hafa þeir
gert síðan á steinöld — þá gera þeir sig unglegri og
ef til vill kyssilegri, en ekki kvenlegri en áður, því að
rótin segir til skeggvaxtarins eins og slegið túnið um
töðufallið. En stutthærðu konurnar líkja raunar eftir
kerlingum, sem hafa að mestu misst hárið, og fyrir
því ætti þessi tízka að heita kerlingarkollur.
En þessi tízka stendur varla lengi. Hárið fær að vaxa
á ný, og um endilangt ísland munu enn falla „skraut-
skriður úr skarar fjöllum". Ekki skal ég harma það,
þó að klipptur og rakaður karlmaður verði undir
hverri skriðu.
G. F.