Vaka - 01.03.1928, Side 115
[VAKA
' IUTFREGNm.
109
,Ég skal láta mig dreyma uin þig alla löngu nóttina,
sem nú er að færast yfir hjarta initt, dreyma um þig
og hana móður mína; ykkur tvö hefi ég elskað mest‘.“
Ætli þetta sé frá fyrstu eða síðustu skáldskaparár-
um höf., — er „Svanurinn" skrifaður í Ameríku eða
Kaupmannahöfn? Þessum og þvílíkum spurningum
hefðu útg. átt að leysa úr. En snúum oss nú að næsta
þættinum, blaðamennsku Gests.
Sýnishorn þau, sem hirt eru af blaðámennsku Gests
Pálssonar, á meðan hann var ritstj. „Suðra“ 1883—86,
leiða oss fyrir sjónir helztu áhugamál hans.
Gestur var eindreginn forvígismaður raunsæisstefn-
unnar bæði i lífi, listum og verklegum framkvæmdum.
Hann gerði óspart gabb að allri fornaldardýrkuninni
og fomtungnanáminu, en vildi, að menn sneru sér af
alefli að því að mennta og manna þjóðina á nútíðar-
vísu. Þessvegna inælir hann fyrst og freinst með heim-
flutningi Hafnardeildar Bókmenntafélagsins, svo að fé-
lagið, eins og Rvíkurdeildin hafði gert þá að undan-
förnu, gæli gefið sig óskift að þvi að mennta alþýðuna
með útgáfu góðra fræðibóka. — Hræddur er ég um, að
Gesti brygði í brún, el' hann mætti nú líta upp úr gröf
sinni og sæi, að félagið hefði ekki gefið út eina einustu
nlþýðlega fræðibók, síðan Hafnardeildin var flutt heim.
— Þá gerir Gestur mikið gabb að forntungnanáminu í
latínuskólanum, eins og það var, þegar það var í al-
gleymingi, með 42 stunda kennslu á viku í latinu og
25 stundum í grísku. Hefðu þeir, sem enn eru að burð-
.ast með 6 ára samfelldan Iærðan skóla — og þó opinn
inn i hvern bekk — gott af að lesa þá hugvekju og sjá
árangurinn af öllu málfræðisstaglinu þá. I stað latínu-
námsins og trúfræðikennslunnar, sem þá var í hverj-
um bekk, vildi Gestur, að áherzlan yrði lögð á nýju
málin, stærðfræði og náttúruvisindi, og að menn kynnt-
ust frekar nútíðarrithöfundum en fornaldar. Ennfrem-
ur er hann mjög meðmæltur stofnun háskóla eða
landsskóla, í víðari merkingu þess orðs, og lofar fram-
koinu Ben. sýslUmanns Sveinssonar í því máli og öðr-
um. — Þá er skoðun hans á pólitíska þvarginu einkar-
heilbrigð. Hann segir, að mikið af pólitíkinni sé „mark-
laus hávaði og hávær markleysa, sem engin sannfæring
•og enginn kjarkur stendur á bak við og ekki hefir