Vaka - 01.03.1928, Page 116
11(1
RITFR EGNIR.
vaka]'
jneiri þýðingu en barnaleikur", (bls. 469). Þó vill liann
láta heyja þing á hverju ári, það kosti hvort seni er
ekki meira en 20—30 þús.; — kostar raunar 200—300
þús. kr. nú! Honum hugkvæmdist ekki fremur en þeim
„vísu feðrurn" vorra tíma, að vel inætti komast h.já
þingi á hverju ári með því að láta fjárhags- og fjár-
veitinganefndir, sem kosnar eru hlutbundnum kosning-
um af öllum flokkum, aðstoða stjórnina milli þinga, ef
nauðsyn krefði og engin stór eða óvænt fjárútlát bæri
að höndum. — Þá er hann og mjög hlynntur síma og
kaupfélagsskap, ef hann sé þá rekinn með vili og verzl-
unarþekkingu, og segir um hvorttveggja: „Það væri
gleðilegt, ef þetta væri vísir þess, að nú væri ný öld,
nýr tími að færast í garð“, (bls. 496). Bindindi var
Gestur og mjög hlynntur, þótt sjálfur væri hann brot-
legur i þeim efnum. En á öllu þessu sést, að Gestur var
í einu sem öðru merkisberi nýrra tíma i þjóðlífi voru.
Þá koma fyriiiestrarnir (1888—89). Sést et' til vill
enn betur af Jieim en nokkru öðru skoðun Gests á öllu
lífi voru og Jijóðfélagsástandi Jiá á tíinuin, en þó sér-
staklega á andlega lífinu. Og hvergi ber jafn-mikið á
skopi hans og fyndni og þar.
Alveg sérstök ánægja er manni enn að því að Iesa
„Lífið i Reykjavík“. Auðvitað er Jietta skopmynd af
Rvík., eins og hún var í kring um 1890, góðlátleg og þó
kerskin ineð köflum, en ótrúlega sönn svona yfirleitt
eins og góðar skopmyndir jafnan eru.
Þá kemur fyrirlestur Gests um „Nýja skáldskapinn",
sem ekki hefir birzt á prenti áður. Hann gerir þar góða
grein fyrir muninum á raunsæisstefnu og rómantík og
er sæmilega réttorður, Jiað sem hann nær. Undir Jietta
hevrir dömur Gests um Matthías, er menn hafa tekið
sér undarlega nærri. Gestur lofar Matthías mjög, segir
hann hal'i mesta skáldgáfu og nái „hæstum tónum“, en
áfellist hann að maklegleikum fyrir hroðvirkni hans
á Jiví skeiði og meinlokur Jiær, sem komi fyrir hér og
þar í skáldskap hans. Um skáldskap hans yfirleitt segir
hann: — „Skáldskapur Matthiasar er Ijómandi gim-
steinn frá náttúrunnar örlátu móðurhendi, en fátæktin
og smáþjóðarskapurinn hai'a brotið í hann skarð við
skarð, reynt að draga náttdimman skugga yfir birtu
hans og láta íslenzka vetrarskúr dynja yfir alla fegurð