Vaka - 01.03.1928, Qupperneq 122
IUTFHEGXIH.
[vaka]
116
Hann hálfskalf stundum, og einhver óttastingur hafði
gripið hann.
Vonin og kviðinn toguðust á og háðu ógnarlegan leik
í huga hans. Vonin reyndi að teygja sig eftir öllu því,
sem laðaði og lokkaði og benti til hamingjusamlegra
úrslita. En hún festi á engu hönd, nema óvissunni. Og
kvíðinn fjarlægði allt, sem vonin var að teygja sig eftir,
hratt öllu frá sér, nema hræðslu og skelfing, og hann
var handviss, stórhöggur og fasttækur.
En — hvað var það?
Hann átti bágt með að greina það.
Eitlhvað kvikt var að mjakast áfram austan við tún-
garðinn.
Hann snaraðist þangað."
Hér mundi sönn og eðlileg frásögn hafa verið stutt-
orð lýsing á skjótu og ósjálfráðu viðbragði, —• bóndinn
sér eitthvað kvikt í myrkrinu, það gæti verið konan
hans, hann gengur jiangað viðstöðulaust, án þes að gefa
sér tíma til heilabrota. í stað þess kemst hann ekki úr
sporunum fyrir þvaðri og rugli höf. — kvíði, sem er
handviss, stórhöggur og fasttækur, og von sem teygir
sig í allar áttir heyja ógnarlegan leik. Og þetta gerist,
meðan hann gengur örfá skref — langt hefir hann tæp-
lega séð í myrkrinu, konan hefir verið spölkorn l'rá
honum.
Margir hafa stórlofað stíl Ei. Þ. Hann ritar víðast gott
mál, hreinlegt og ístenzkulegt — en stíllinn er oft óþol-
andi: „óttinn færðist í spjarir örvæntingarinnar“, svefn-
inn Ijær konunni í Skor „sjaldnast fang á sér“ (þ. e.
hún á bágt með að sofa) þegar komið er fram yfir óttu,
„Fram í vitund mína ruddist bæjarnafnið Vatnagarðnr“
(það er naumast að á gengur fyrir bæjarnal'ninu!),
löngun hjóna til þess að eignast barn er kölluð „sam-
eignarþrá þeirra“ o. s. frv. Smeðjuleg lýsingarorð ó-
prýða víða: Sólbrosið er „vinhýrt“, menn hlusta á sjáv-
arniðinn í góðviðrinu „hjartaglaðir og hugðarhlýir“. Ei.
Þ. kann mikið af lýsingarorðum og mörg ágæt. En
hann er óðfús að koma þeim að. Hann tranar þeim
fram. Norðanvindunum lýsir hann þannig: „Þeir eru
jafnan gustharðir úr fjallaskörðunum og umsópsmiklir,
rykkjóttir og kaldrænir. Og bráðgeðja reynast þeir eigi
sjaldan, er sízt skyldi, sviplyndir og lotulangir. En af-
látssamir eru þeir Jió alloftast, eigi Jieir við sólhlýju