Vaka - 01.03.1928, Page 123
[vaka]
RITFREGNIR.
117
að etja og sunnanblikur“. Er þetta list — skynjum við
ósjálfrátt stormana, — volduga höfuðskepnu, gædda
mögnuðu lífi? Viðleitni höf. heinist hér ekki að því, að
gera stormana lifandi í vitund lesandans, heldur að
hinu, að koma að, orðum sem hann hefir gaman af (sbr.
líka handvissa, stórhögga og fasttæka kvíðann) — og
áhrif lýsingarinnar verða eftir því: Við tökum eftir
orðunum, en verðum ekki varir við stormana.
Ég hefi gert þessar athugasemdir við stil Ei. Þ. af
því að ýmsir hafa borið á hann taumlaust oflof fyrir
ritsnilld (þar á meðal Guðm. Friðjónsson), af því að
það er rótgróinn misskilningur hér á landi, að góður
slíll sé fólginn í mikilli notkun rammíslenzkra orða —
og í henni einni. Annars er sumt vel ritað í sögum Ei.
iJ. Þegar hann hugsar um það eitt að ná föstum tökum
á ei'ninu og lýsa skýrt og rétl, m. ö. o. þegar hann lætur
orðin þjóna hugsun sinni i stað jiess að leyfa þeim að
spila upp á eigin spýtur, þá sómir málfar hans sér
oft vel og hann dregur upp glöggar myndir.
Mér er ljóst, að ég hefi i grein þessari gert mér meira
far um að gera skil rithöfundargöllum Ei. Þ. en kost-
um hans. Ég hlaut að gera það. Eftir allt hið skaðlega
oflof, sem á hann hefir verið borið á síðari árum, var
mun meiri nauðsyn á að i'inna að honum en að auka
á lofið.
Hlutverk ritdómaránna gagnvart rithöfundum er að
eggja þá, örva til vandvirkni, til metnaðar, — sumpart
með því að i'agna því sem vel er gert og halda gildi þess
á iofti, sumpart með því að taka fálega og finna að því
sem lélegt er i verkuin þeirra. Það er ekki ábyrgðarlaust
starf að skrifa ritdóma í landi, þar sem nýtízkubók-
menntir eru að verða til, þar sem fáir rithöfundar beita
ströngum aga við sjálfa sig', þar sem þjóðskáldin lil
skamms tíma hafa geí'ið út vesælan leirburð, þar sem
megnið af þeim skáldskap sem út kemur er bragðlaust
sull eðá mengaður drykkur, borinn á borð i skjóli litil-
þægra opinberra dóma og ófágaðs almenningssmekks.
Ritdómurinn sem kunningsskapar-greiði á að hverfa úr
sögunni. Slíkir dómar eru oftast þannig ritaðir að þeir
spilla: Ala á tilhneigingu hæfileikamannanna lil þess
að vera mildir í kröfum við sjálfa sig, og lokka út á
rithöfundarbrautina fjölda manna, sem þangað eiga
ekkert erindi eða illt eitt. K. A.