Vaka - 01.09.1929, Side 3
GUÐMUNDUR FRIÐJÓNSSON.
Allt af finnst mér, að Egill Skallagrímsson hafi ver-
ið merkilegastur bóndi á íslandi í fornum sið. Þó að
hann hafi að líkindum haft færri kýr og hjú en t. d.
Guðmundur ríki á Möðruvöllum hafði síðar, þá hefir
hann eflaust verið góður búhöldur, enda segir sagan,
er hann settist að búi, að hann tók til fjúrforráða og
búsumsýslu engu miður Skallagrími (56. k.), og enn-
fremur: ,,Bú hafði hann rausnarsamligt, því at fé skorti
eigi; hann hafði ok gott skaplyndi til þess“. (78. k.).
Um það slcaplyndi eigum vér þó Ijósastan vott.inn i
niðurlagi Arinbjarnarkviðu:
Vask árvakr,
bark orð saman
með málþjóns
morginverkum;
lilóðk lofköst,
þann’s lengi stendr
óbrotgjarn
í bragartúni.
Vér sjáum þarna vinnugleði bóndans, sem fer sntmma
á fætur og hamast að taka saman og hlaða í stæðilega
stakka. Jafnframt sjáum vér þar átök hans í bragar-
túni og að hinn andlegi búskapurinn dregur nytjar af
handtökum og heyfeng. Og fyrir þá sök virðist mér
Egill meiri bóndi en Guðmundur ríki með hundrað
hjóna og hundrað kúa, a ð hann hafði tvö löndin undir
og yrkti bæði afburða-vel, búlandið og bragartúnið, a ð
hann megnaði að láta handtökin hilla upp í hugtökun-
um, svo að Borg ljómar æ síðan í tíðbrá, þó að mistur
sé yfir Möðruvöllum, — a ð hann var hóndi með lífi
og s á I.
9