Vaka - 01.09.1929, Page 6
132
GUÐM. FINNBOGASON:
[vaka]
„Sannfæringu mína segi ég, hvað sem það kostar og
hvernig sem allt vellur. Þá væri ég minni maður en
lítill, ef ég félli til fóta þeim, sem ræður yfir höfða-
tölunni".
„Birkibeinar hirtu ekki um liðsmun. Ég hefi engan
konung hyllt; því að ég er herra sjálfs inín og ein-
valdur í litla ríkinu minu — klakalandinu, urðinni,
heimahögunum, útigangshnjótunum. Hvern hefi ég að
hylla eða hræðast?“ (G. Fr.: Fjórar ritgerðir, Sér-
prentun úr „Norðurlandi". Ak. 1906, bls. 14).
Þessi orð eru eins og logi, sem gýs upp úr djúpum
glóðum. Þarna er þótti sjálfseignarmannsins, sem veit
hvað hann á og ætlar sér að ávaxta það og verja því
eins og honum sjálfum þóknast, af því að hann hefir
aflað þess sjálfur og lifir ekki á lánsfé. Andlegt og
efnalegt sjálfstæði hefir frá öndverðu verið metnaður
G. Fr. fyrir sína hönd og þjóðarinnar í heild sinni.
„Sjálfstæðir einstaklingar eru grunnsteinar sjálfstæðis-
hallar þjóðarinnar. Ég á bæði við hugsunar sjálfstæði
og efnahags sjálfstæði almennings" (G. Fr. Eimr 1909,
bls. 82.). Og svo sem G. Fr. mundi telja þann bóndann
sjálfstæðastan, er mest lifir af nytjum jarðar sinnar,
framleiðir úr skauti hennar allt sem hún getur í té
látið, hagnýtir það með hagvirkri hönd og hyggjuviti
og verst þar með kaupstaðarskuldum, svo hefir hann
og hagað andlegum húskap sínum á sama hátt. Það er
augljóst, að hann hefir ásett sér að hafa af „klakaland-
inu, urðinni, heimahögunum, útigangshnjótunum“ all-
ar þær nytjar, sem honum var unnt, sækja þangað efni-
viðinn í öll sín verk og hafa það af innlendu sniði á
þau, er honum þótti bezt við efnisins hæfi, en skapa
sjálfur nýtt snið í samræmi við hið forna og i fram-
haldi af því, þar sem honum þótti þurfa. „Aðflutt
menning er í fyrsta kasti lántaka, sem tekin er um
efni frain og óvíst er, hvort endurgoldin verður eða