Vaka - 01.09.1929, Qupperneq 10
136
GUÐM. FINNBOGASON:
[vaka]
kvinnanna", svo sem Snorri komst að orði. Sú saga
endaði svona:
„Síðan konan kom í mannheim, hefir guð aldrei
talað við nokkurn mann — ekki eitt orð“.
Það munu hafa verið æskubrek Guðmundar, því að
síðan hefir hann í hverri sögunni af annari lýst ís-
lenzkum sveitakonum af svo heitri og djúpri samúð,
ást og aðdáun, að hvergi heyrist hjartsláttur hans
betur.
„Ólöf í Ási“ var fyrsta og stærsta saga hans af því
tæi og átti skilið betri viðtökur en hún fekk, þegar hún
kom út, þó að eitthvað mætti að henni finna. Hann
hefir lýst átakanlega hinum þögula krossferii þeirra
íslenzkra sveitakvenna, sem alla æfi hafa orðið að búa
við annríki, skort og stundum skilningsleysi bænda
sinna, sem iífsbaráttan hefir gert að þykkskinnungum,
kvenna, sem ekki fengu fullnægt þrá sinni til þroska,
samlífs og samúðar, og þó hafa varðveitt helgan eld
móðurlegrar lilíðu og fórnfýsi, eða þá „heiðríkju hug-
ans“, er stafar inildum, læknandi geislum á hvern sem
nærri kemur. Enginn hefir með meiri hluttekningu
horft á þær, þegar þær fylgdu liörnum sínum til grafar,
eða lýst slíkum jarðarförum átakanlegar en hann í
sögunum „Utan og innan við sáluhliðið" og „Jarðar-
för“. f síðari sögunni er ræðan, sem presturinn hélt
yfir líki b a r n s i n s , og þætti mér merkilegt, ef
nokkurn tíma hefir verið haldin í þessu landi líkræða,
er taki henni fram. Ef svo væri, ætti að gefa þá ræðu
út með gullnum stöfum.
Þessi ræða og ræðan yfir „Rannveigu á Bakka“ sýna
það, sem raunar mætti vera ljóst af fleiru, að G. Fr.
er andríkasti klerkur, sem nú er uppi vor á meðal, þó
að hann sé ekki einu sinni djákn að vígslu.
G. Fr. hefir lýst ýmsum þeim snurðum, er koma
kunna á hjónabandið, stundum af litlum efnum og
geta þó orðið alvarlegar. Ljómandi er sagan „Skúra-