Vaka - 01.09.1929, Side 11
[vaka]
GUÐMUNDUR FRIÐJÓNSSON.
137
skin“, þar sem hjónin deilir á um kökubaksturinn á
þurkdegi og sættast þó vel og sanngjarnlega að lok-
um. Hann hefir lýst með hluttekningu ógiftum stúlk-
um, sem um sárt eiga að hinda í ástamálum svo sem
Lilja frá KIöpp („Náttmál") og Álfheiður. Unga stúlk-
an brjóstveika, sem bíður eftir dauða sínum, hefir orð-
ið honum viðkvæmt yrkisefni í ljóði og sögum. Eina
konan, sem hann hefir ekki getað litið réttu auga, er
pilsvargurinn, sem sjálf er subba, en heldur fyriilestur
„um heimilisháttprýði, húsmóðurskyldur og sólskin-
ið í heimahúsum, þrifnað og reglu“ („Frásögn Mal-
poka-Manga“).
Þá hefir G. Fr. tekizt vel að lýsa einkennilegum og
forneskjulegum mönnum. „Afi og amma“ er snilldar-
lýsing, sem hver maður mun trúa. Brandur á Hóli
(„Gamla heyið“) og „Geiri húsmaður“ eru fyrirtaks
vel gerðar myndir.
G. Fr. ann af heilum hug þeirri sjálfsafneitun, iðni,
sparsemi, ósérhlífni, þrautseigju og varúð, sem dafn-
aði með gömlu bændakynslóðinni í baráttunni við
fátækt, illt árferði og hverskonar hömlur. Þessum
dyggðum vill hann ekki týna. Hann vill halda í allt
það, sem þjóð vor hefir átt bezt í fari sínu á umliðn-
um öldum. Hann vill ekki kasta fyrir borð neinni dýr-
keyptri reynslu um það, hvað þarf til þess að bjargast
i þessu landi, þegar örlögin sverl'a harðast að, og ein-
mitt af því hve taflið við náttúruna ei tvísýnt vill
hann fara gætilega og haga sér eftir þeim veðurmerkj-
um, sem hingað til hafa reynzt sönn. Haiin skýtur því
stundum augum í skjálg til þeirra manna, sem taka
vilja upp útlent snið og lifnaðarhætti, án þess að gæta
að, hvernig þeir eiga við náttúru landsins og veður-
far. ímynd slíkra manna, er fyrirlíta forna reynslu og
ekki vilja sniða sér stakkinn eftir innlendri veðráttu,
er búfræðingurinn í sögunni „Vegamót“, sem leggur í
tvísýnu veðri upp á heiði, þrátt fyrir aðvaranir gainla