Vaka - 01.09.1929, Blaðsíða 12
138
GUÐM. FINNBOGASON:
[vaka]
veðurglögga bóndans, „berhálsaður, staflaus, pottlok á
höfði, engin yfirhöfn, í einum sokkum, eða hvað? —
ristarbandslausir skórnir og fyllast af fönn, þegar
lcemur í lausamjöll“ — villist uppi á brúninni í logn-
hríðinni og hrapar fram af henni — niður í Svörtu-
skál. Svo er og um bóndasoninn unga (í sögunni „Vet-
urnætur“), sem „hafði verið á búnaðarskóla innlend-
um og siglt síðan til Noregs, ferðast um Svíþjóð og
séð Danmörku“ og fyrirlítur nú veðurspár afa síns
blinda, er vill láta reka saman féð. Ungi maðurinn
treystir því, að góða veðrið haldist, og undirbýr ung-
mennagleðina, sem endar með blindbyl og fjárskaða.
— í sögunni „Mannamót“ lætur hann fulltrúa gömlu
og ungu kynslóðarinnar leiða saman hesta sina á
málfundi um byggingu þinghúss, sem raunar átti að
vera fyrir ungmennasamkomur. Ungu mennirnir voru
margir ríðandi á gæðingum. Bændurnir voru flestir
gangandi. Togast þar á skoðanir gömlu mannanna,
er vilja halda skemmtunum unglingánna sem mest við
heimilin, og ungu mannanna, er þrá meira félagslíf.
Fundarályktun varð því miður engin, þvi að gólfið
brotnaði í fundarlokin!
Það væri létt verk og löðurmannlegt að núa G. Fr.
því um nasir, að hann hafi lagzt á móti æskunni í öll-
um þessum sögum og valið henni verri fulltrúa en hún
ætti skilið. En hann mundi geta svarað því — og hefir
svarað því í þá átt — að hann væri ekki að skrifa um
allan æskulýð þessa lands. Hann sýnir í þessum sög-
um sérstaka tegund æskumanna og lætur þá mannteg-
und koma til dyranna eins og hún er klædd og tala
eins og henni býr í brjósti. Og enginn gerigur dulinn
þess, að honum gezt ekki að svona gcrðri æsku. f
sögunni „Sunnudagur" liefir hann hins vegar lýst ung-
mennafélögum, er gcra sér glaðan sunnudag mcð því
að fara heim til bónda, er liggur helsjúkur, og slá tún-
ið hans, og er honum sýnilega vel við það ungmenna-