Vaka - 01.09.1929, Page 13
[vaka]
GUÐMUNDUR FUIDJÓNSSON.
139
félag. Hefði sú saga verið engu síðri, þótt ekki hefði
séð þar hilla undir Alfons sælgætissala og Möllu Möggu.
Annars ættu þeir, sem vita vilja um það, hvernig G. Fr.
Htur á ungmennafélagsskapinn og raunar fjölmargt ann-
að, sem gerzt hefir og er að gerast í landinu, að lesa
hina skemmtilegu ritgerð hans „Frá íslandi 1927“ í
„Tímariti Þjóðræknisfélags fslendinga“ VIII, 1927.
Verður ekki annað sagt en að þar andi hlýju að ung-
mennafélögum.
Einn er sá þáttur fornrar reynslu, sem G. Fr. víkur
oft að, en það eru dularfull fyrirbrigði, draumar, fyrir-
hoðar, sýnir. 1907 skrifaði hann i Eimreiðina grein,
sem hét „Handan við landamærin", þar sem hann með
dæmum, fornum og nýjum, varði hina gömlu trú á
fyrirboða í draumum. Þegar hann les um ný dularfull
fyrirbrigði úti í löndum, verður honum sem endrarnær
að líta til innlendu reynslunnar og heimfæra til henn-
ar. Sumar sögur hans eru ekki annað en frásagnir og
samtöl um dularl'ull atvik: „Frá Furðuströnd“, „Ofríki
og handleiðsla", „Örlög“, „Vofan“, „Strigastakkur-
inn“.
Glöggt auga hefir G. Fr. að vonum haft fyrir ann-
mörlcum flokksfylgisins, þar sem flokksmenn eru
hafnir til skýja fyrir hvert lítilræði, en andflokksmenn
níddir niður fyrir allar hellur og öllu snúið öfugt. Að
því efni hníga sögur hans „Neistaflug“, „Tólflcónga-
vit“, „Kosningin í Króksfjarðarhreppi“ og „Rekistefna
ritstjóranna". Langbezt þeirra er „Tólfkóngavit" er
lýsir með skemmtilegri og léttstígri glettni sálnaveið-
um þingmannsefnis og lætur hann þó njóta alls þess,
sem mannborlegt er í fari hans.
En G. Fr. hel'ir ekki einungis horft athugulum aug-
um á mannlífið í kringum sig, heldur og á dýrin, hvar
sem þau urðu á vegi hans. Hann hefir verið mikill
alúðarvinur þeirra og reynt í ræðu og riti að verja þau
fyrir „drápgirni" mannanna. í ljómandi grein um