Vaka - 01.09.1929, Page 14
140
GUÐM. FINNBOGASON:
[vaka]
Þorgils gjallanda („Tveir Þingeyingar“. Tímar. Þjóð-
ræknisfél. VIII.), minnist hann á dýrasögur hans og
segir meðal annars: „Það er reyndar mikils háttar
starf, að kynna sér lífsháttu dýra og fugla. Og sú
kynning er sársaukalítil að því leyti, að búfénaður er
laus við þá mannvonzku-annmarka, sem auðfundnir
eru og uppi vaða í hverju mannfélagi. Þetta starf, að
taka á móti lambi og kálfi og folaldi, koma á spena,
ala upp, Iiirða langa tíð, og eiga líf sitt og sinna undir
blómgun þessara sakleysingja — það fléttar samúðar-
þræði milli manns og dýrs, og getur orðið að uppi-
stöðu í vef, sem örlagaþræðir eiga heima í og frásögu-
list getur gert þarflegan og fagran“. Sjálfur liefir G.
Fr. ritað nokkrar dýrasögur auk þess sem dýrin koma
víða við í öðrum sögum hans. Margt hefir hann ritað
í „Dýravininn“, og er sumt af því perlur, sem hvert
barn ætti að eiga. Ég tek t. d. kaflann, „Hættir tugla“
(Dýrav. 12. h. 1907). Þar er meðal annars þetta:
„Stelkurinn kemur næst og er hann í rauðum
skinnplöggum og hefir rautt nef. Hann veður í bleyt-
um og étur þar mat sinn. Stelkurinn hneigir sig fagur-
lega og er kurteis fugl. Hann i 4 egg og verpur i sinu-
toppum í mýrum og hálfdeigjum. Hann er svo vel viti-
borinn, að hann ginnir hundinn eins og þursa, þegar
hann vill gæta unga sinna og er það ráð hans, að
flögra hljóðandi undan hundinum og þvert úr leiðinni,
sem ungarnir eru í. Þeir slá sér saman í hópa, þegar
svo ber til, og er til þeirra að heyra emjan mikla og
ágauð. Seppi hleypur eftir hópnum og verður oft tungu-
langur og froðufeldur um ginið“.
G. Fr. hefir gert sér ferð til helztu æðarvarpanna á
landi hér („Sitt af hverju um varplönd á íslandi“.
Tímarit Þjóðræknisfél. ísl. V. 1923) og segir hugfanginn
frá því ferðalagi í lausu máli og Ijóðum. Svo hlýtt
verður honum af að horfa á heimilislif æðarfuglanna.
— Dæmisaga hans „Fuglar á þingi“, (Sunnanf. 10. ár