Vaka - 01.09.1929, Qupperneq 18
144
GUÐM. FINNBOGASON:
[vaka]
og máttug og tær elfur í sólskini. Kemur það ekki sizt
í Ijós i ýmsum greinum hans og alþýðuerindum, er
oftast hníga að þjóðræknismálum eða eru um það, sem
heillað hefir hug hans í fornbókmenntum vorum, svo
sem erindin um „konur í fornöld" (Eimr. 1912), er
jafnframt sýna, að G. Fr. hefir ekki síður hugsað um
sálarlíf og hlutverlc fornkvenna en nútíðarkvenna. Ég
get ekki stillt mig um að taka hér lítið sýnishorn úr
erindi hans „Mennirnir, sem verða úti“. Hann víkur
þar fyrst að kvæði einu um mann, sem varð úti, og
segir svo:
„Maðurinn varð úti, af því að hann var e i n n á
vegleysu, var að leita sér að leið. Hann féll að vísu.
En þó hélt hann velli. Hann lifir í frásögninni. Og nú
hillir undir hann og harðsporann hans á heiðinni.
Þetta er íslenzkt efni. En sagan er jafnframt útlend.
Sagan er nýleg. En hún er jafnframt æfagömul. Því
vita skaltu, áheyrandi minn! að margskonar öræfi eru
til í mannheimi og dimmviðri ýmis konar vofa yfir
tvídægru tilverunnar. Og jafnan hefir orsökin verið
sú sama til jiess, að nábjargalaus augu störðu dægrum
saman upp í kaldrifjaða eilífðina — sú orsök, að
maðurinn þessi var einangraður, annaðhvort sökum
sjálfskaparvíta, eða þá að tilstuðlan þeirra manna,
sem voru honum samtíða og samferða á lífsleiðinni.
Mennirnir verði úti á öllum öldum og í öllum áttum
og í öllum löndum veraldar, bæði beinlínis og í líking-
um talað. Og ef til vill verður jörðin okkar úti, þegar
Ijósmeti sólarinnar er á þrotum og arineldur hennar
fallinn í fölskva. Stjörnufræðingarnir spá mæðgunum
sól og jörð þessum Ragnarökum, eða Ragnarökkri.
Við þau ofureflislög fáum vér ekki ráðið, þótt vér
fegin vildum. Og ef til vill þykir sumum mönnum sú
vinna vera gerð fyrir gýg, sem ómakar sig til þess að
koma í veg fyrir, að einn og einn maður verði úti,
þar sé um svo litið að gera og skaði sá svo lítill, þar