Vaka - 01.09.1929, Qupperneq 19
[vaka]
GUÐMUNDUR FRIÐJÓNSSON.
145
sem heimskringlan morar af mönnum, langt fram
yfir nauðsyn jarðar — og þörf himinsins.
En er þá einstaldingurinn þýðingarlaust sandkorn á
strönd tilverunnar, sem engu skiftir um, hvort heldur
lendir í hvirfilbyl eða útvogi?
Meðan barátta lífsins varir, hlýtur hjartað að eiga
heimtingu og kröfurótt á ófrosnu brjósti til íbúðar.
Meðan málefni er í gildi, hlýtur merkisberi þess að
vera verður aðstoðar og bjargar, þegar hann þrýtur,
fyrir ofreynslu sakir eða vöku. Og ef maðurinn lendir
ú t ú r mannfélaginu, í líkingum talað, út fyrir hin
byggðu ból, þá svílcur mannfélagið skyldurnar við sig
og náungann, ef það lætur hann verða úti, án þess að
bjóða og rétta hjálparhöndina". („Uppsprettulindir“,
Rv. 1921, bls. 9—10).
Er þessi kafli gott dæmi þess, hvernig G. Fr. „bei
fram nýtt og gamalt úr fjársjóði sínum“.
Svo merkilegur rithöfundur sem G. Fr. er í lausu
máli, þá þykir mér þó líklegt, að sum lióð hans verði
langlífust af því, sem hann hefir ritað. Efnið í flest-
um kvæðum hans á að því sammerkt við sögur
hans, að það er heimafengið, enda nefndi hann fyrstu
kvæðabók sína „Úr heimahögum“ og kom hún út 1902.
Þá var skáldið þrítugur. Næsta ljóðabók hans, „Kvæði“,
kom 1925, og hin þriðja, „Kveðlingar" kemur nú, er
hann stendur á sextugu. Alls munu vera í þessum
þrem hókum um 220 kvæði, eí' talið er eftir fyrirsögn-
um. Ég hefi reynt að gera mér yfirlit yfir yrkisefnin,
með því að flokka kvæðin ei'lir efni, og varð það á
þessa leið:
Erfiljóð og dánarminningar ....................... 32 %
Náttúru- og dýralýsingar ......................... 21 —
Ýmiskonar liugleiðingar .......................... 16 —
Ástaljóð ......................................... 11 —
Um einstök héruð og staði ......................... 9 —
10