Vaka - 01.09.1929, Qupperneq 20
146
GUÐM. FINNBOGASON:
ívaka]
Til einstakra manna .......................... 8 —
Um sögupersónur ................................ 3 —
100 %
Auðvitað verður slík flokkun ekki nákvæm, því að
oft er efni margvíslegt í kvæðum, t. d. náttúrulýsing-
um ofið í kvæði, sem þó hefir annan þráð, en nokkra
hugmynd getur þetta þó gefið um efnisvalið.
Það er bein afieiðing af innræti G. Fr. og lífsstefnu
allri, að hann leggur mesta rækt við það, sem næst
honum er og hann þekkir af sjón og raun. Og þegar
hann minnist „Sveins Víkings" með þessum orðum:
„Að horfa út á sæinn, i himingeiminn blá,
og hugarvængjum blaka til ljóssins myrkri frá,
og trúa fáu en skoða með skarpri hugarsýn,
og skilningshöndum þreifa var einka löngun ]>ín —
þá er hann þarna að lýsa andlegum frænda sínum.
Hann hefir sjálfur horft á sæ og loft meira en flestir,
svo sem kvæði hans og sögur votta, hann hefir verið
ljóselskur og hann hefir viljað sjá með s í n u m aug-
um það, sem hann lýsti, „og skilningshöndum þreifa“.
Fyrir þessar sakir hafa yrldsefni hans oft borið merki
þeirrar fábreytni, sem sveitalífinu fylgir. En það hefir
hann bætt upp eftir föngum með þvi að taka við-
fangsefnin þeim fastatökum, er ósjálfrátt orka á hug-
ann, þvílíkt sem kappglíma, og með þeim hætti hefir
hann stundum gert mögnuð kvæði af hversdagslegustu
efnum. Vandfundið mundi t. d. verk, er síður kynni
að virðast fallið til skáldlegrar meðferðar en torfrista i
mýri um hráslagalegt haustkvöld, en G. Fr. hefir leik-
ið sér að því að gera því starfi ævarandi minnisvarða
með svo hamrömmum tökum á efni og máli, að brakar
í hverri taug.
Ekki þarf G. Fr. að þakka skáldþroska sinn þvi, að
landar hans hafi verið svo fljótir að „uppgötva" hann,
viðurkenna hann og hlúa að honum, þegar hann kom