Vaka - 01.09.1929, Page 21
[vaka]
GUÐMUNDUR FRIÐJÓNSSON.
14T
með fyrstu kvæðabók sína. Aðalritdómurinn, sem birt-
ist um bókina undir dulnefni í „Þjóðólfi“ 43.—44. tbl.
1902, var hið versta níð, sem borið hefir verið á nokkra
islenzka kvæðabók, svo að mér sé kunnugt. Af því, sem
þar segir um kvæðin almennt, skal ég taka þetta:
„Ég skal þegar taka það fram, að nauðalitið er í
bókina varið. Einstöku kvæði og kvæðabrot eru ekki
illa gerð, en þau hafa ekkert það við sig, er geti gef-
ið þeim rétt til þess, að menn veiti þeim eftirtekt
s e m skáldskap11.........
„Vér höfum gengið fram hjá erfiljóðum höfundar-
ins. í heild sinni er þó sá kafli kvæðanna skárstur,
þótt langt sé frá því að nokkurt kvæði taki þar fram
öðrum slíkum kvæðum, sem ort eru daglega að kalla
má“......
Ritdómurinn endaði svona:
„Það er furða, að svona kvæðabók skuli geta komið
á prent á þessum tímum. Hún óprýðir bókmenntir
vorar, ef hún getur til bókmennta talizt. Og ég er
hræddur um að sess Braga fari ekki að verða mikið
hefðarsæti, ef slíkir og þvílíkir hagyrðingar gera sig
þar svo heimakomna sem Guðmundur Friðjónsson".
Þó voru í „Heimahögum“ nokkur kvæði, sem bók-
menntum vorum er sómi að, sakir frumleiks og kraft-
ar. Einna versta útreið fékk sá kaflinn, er skáldið
nefndi „Munablóm" og ég hefi talið til ástakvæða, þó
að sum þeirra megi naumast heita svo í venjulegum
skilningi. í lokakvæði „Iíveðlinga", er nefnist „Yfirlit",
segir G. Fr. frá því, hvernig útsýn hans og viðhorf allt
breyttist og honum óx þróttur og þor til að befjast
handa, stefna að marki og standa sig, þegar hann hitti
mey, sem gaf honum hönd sína og hjarta, og er hann
ekki sá fyrsti, sem ástin hefir verið hinn mikli kenn-
ari. „Munahlóm“ sýna oss einmitt, hvernig ylur ástar-
arinnar læsir sig um hinn myndfrjóa huga hans og
umrótið, sem þá verður í sál hans. Fimm af þessum