Vaka - 01.09.1929, Síða 22
148
GUÐM. FINNBOGASON:
[vaka]
24 kvæðum eru dagsett sama daginn (18. jan.). Ár-
talið vantar, en líklegt er, að allt sé sama árið, og sýnir
þetta, hve mikið honum hefir verið niðri fyrir. Af
kvæðunum sjáum vér, í hvaða ljósi liann sér ástmey
sína, sjálfan sig, tilveruna og framtíðina, eftir því sem
vonin eða kvíðinn blása honum í hrjóst. Ýmislegt er
fallegt í þessum kvæðum, en stundum tekur skáldið of
sterklega á efninu og kemur með myndir, sem eru of
stórgerðar fyrir víravirki ástaljóðsins. Fegurst þykir
mér kvæðið „Loksins hef eg —“. Þá er markinu náð
og hin djúpa tilfinning streymir þakklát að ósi. Ivvæð-
ið er svona:
Loksins hef ég lifað sumar,
litið marga bjarta daga,
lygna aftna, ljósar nætur
leiftrum strá um græna haga.
I>essir fögru friðarboðar
fyrri daga sorgir ])agga.
Er sem bæri blær á engi
blóm í skrúði morgundagga.
Svo er frítt um láð að líta;
löndin eru móðu falin;
himinbláminn hreinu lini
liefir tjaldað skuggadalinn.
Sól og dagur saman ganga,
sveipuð slæðum morgunbjarma.
Aldrei fyrri fekk ég Iitið
fegri bros um ])eirra hvarma.
Loksins hef ég lifað, notið,
litið sól í muna liaga
eftir langa innisetu,
ömurlega, lcalda daga.
Þér á ég að þakka, vina,
þessa breyting, Ijós og gróða.
Fyrir höggorm fisk mér gafstu,
fj'rir steina brauðið góða.