Vaka - 01.09.1929, Page 25
Ivaka]
GUÐMUNDUR FUIÐJÓNSSON.
151
trúmennskan, ræktarsemin, ástúðin, fórnfýsin, fyrir-
hyggja og framtak, mannvit og listfengi. Af þessum
rótuni á menningin að spretta: „Blómasvið og angan-
lendi menningarinnar er í öllum áttum, hvarvetna þar
sem einlægnin býr og notasæl atorka, skörungsskapur,
drenglyndi, listamennslca og andriki“. (Timarit Þjóð-
rækisfél. ísl. V, bls. 51). Og af því að hann elskar
þetta allt, er hann svo fundvís á þá menn, sem eitt-
hvað eiga af því, og reiðubúinn að gjalda þökk sína og
aðdáun
„]>eim skilumaimi, er skattpeninginn lætur
með skörungsbrag af hendi i aldasjóð".
Slíkir „skilamenn“ finnast ekki síður í hóp þeirra,
sem áttu „í höggi við íslenzkan skort til æfinnar síð-
ustu skrefa", en hinna, sem betur hafa verið settir í
lífsbaráttunni, og G. Fr. hefir fyr og síðar reist mörg-
um þeirra svo traustan minnisvarða, að seint mun
bila: „Þórunn Jónsdóttir. Tvisvar ekkja og 10 barna
móðir“, „Jónas Guðmundsson“, „Jón gamli“, „Ekkjan
við ána“ (öll i ,,Heimahögum“), „Hrólfur þögli“,
„Björg ljósmóðir“, „Kristján Jóhannesson ferjumaður",
„Einar í Skógum“ eru ógleymanlegar myndir, fastar í
sniði og sannlegar. En G. Fr. hefir jafnframt ávalt haft
vakandi auga á þeim mönnum, er áttu stærri verka-
hring, tóku þátt í opinberum málum, eða unnu að vis-
indum og bókmenntum þjóðarinnar, og mörg af glæsi-
legustu erfiljóðum hans eru um slíka menn. Eins og
hann sýnir oss fátæklingana i sinu umhverfi og lætur
oss finna því átakanlegar til manngildis þeirra, sem
kjörin voru erfiðari, eins sýnir hann oss þá menn, er
æðri stöður skipuðu, hvern i sínum verkahring með
þeim vanda, sem honum fylgir, og þeim Ijóma, sem
yfir honum er og á að vera. Um þá af þessum mönn-
um, sem ég hefi þekkt, virðist mér, að G. Fr. hafi haft
djúpan skilning einmitt á því, sem merkilegast var í
fari þeirra, og vegsamað það eitt, er lof átti skilið.