Vaka - 01.09.1929, Síða 26
152
GUÐM. FINNBOGASON:
[vaka]
Það er í rauninni gagnslaust starf að rita um kvæði
fyrir aðra en þá, sem lesa þau um leið, en fyrir þá,
sem kynnnu að vera svo óheppnir að hafa ekki ljóð G.
Fr. við hendina, og til þess að sýna nokkur dæmi um
meðferð hans, tek ég hér fáein erindi úr ýmsum erfi-
ljóðum hans, ef verða mætti til þess að menn læsu þau
síðar í heild sinni. Vel ég þá jöfnum höndum það, sem
lýsir manninum heinlinis, og hitt, sem bregður ljósi
yfir verkahring hans.
Stcfán Stefánsson skólamcistari.
Sú hin tigna afturelding
átti ]>ig, sem fæðir vor, —
tungu þína, liug og lijarta,
hendur, augu, gervöll spor.
Framsækinn til fræðihæða,
fráneygur á hverri rim,
sorgarskýjum sífellt dreifðir,
sálarlygnu vaktir brim.
Hannes Hafstein.
• Meðan manndáð varir,
mælska rökfim lifir,
ást og yfirhurðir,
aðdáun og göfgi,
glcði, glæsimennska,
gróandi og hreimur,
„vilji, von og elja“,
verður bjart um Hafstein.
Þórarinn Jónsson á Halldórsstöðum.
Einbúinn, sem nú í náttar
næfraskjóli fölur háttar,
sinnti lítið sumbli granna,
sjaldgæfur i hverri ös.
Haukur skyggn á hamraflös
horfði nið’r á lægðir manna;
gagnvart hömlum boðs og banna
brúnaþrunginn örn á snös.