Vaka - 01.09.1929, Page 32
158
GUÐM. FINNBOGASON:
[vaka]'
heldur að klœöast silki en ull. „Glaumbær“ lýsir vel
bæjarlífinu, en jafnframt er það gamalt bæjarnafn og;
er því tvíveðrungur í orðinu. „Hringiða" er og ágæt
mynd af bæjarlífinu og minnir um leið notalega á dans.
Hjómföng er myndað eins og matföng, vínföng, veizlu-
föng o. s. frv. og felur í sér einskonar mótsögn: forði
af því sem ekkert er. Að hylla minnir á hyllingar álfa
og bendir á álfaskapinn. Sumbl er skylt svaml. Hæsta
stigi nær orðaleikurinn í refskák. Refskák er nafn á
tafli einu, en þarna er það orðið nafn á prettum læ-
vísra manna. Að ranga einhverju er að skjóta einhverju
á ská, en það minnir um leið á öfugstreymið. Þannig
er allt erindið margraddað og sagan þó fullskýrt
sögð“*).
Vér getum tekið úr sama kvæði dæmi um náttúru-
lýsingar G. Fr.:
Hallar sumri; liaustull
hlíðum gefur ótíð;
hengir ól við hádrang,
höllin sölna gervöll,
svaki vekr særok.
Syngr við þarabing
hrimtunga, blótrám.
Bylr gnýr fám í vil.
Bandóðr um brimgrennd
belgir sig Hræsvelgr.
Bersltjaldaðr hrotsjór
brösur á við þangflös.
Æsist við andnes
aldan med skautfald.
Gustr, sem nær í naust,
nasbráðr eykr Jiras.
Héluloðin, liaustföl
höllin morra gervöll.
Norpir rjúpa, í sinn sarp
sækir mötu, fátœk.
*) Ég lána þetta hjá sjálfum mór úr Skírni 1928, bls. 151. llöf..