Vaka - 01.09.1929, Side 33
[vaka]
GUÐMUNDUR FRIÐJÓNSSON.
159
Svartr krummi, síspertr,
sitr, ]>ingar djúpvitr;
fengsæll við matarmang
morgun hvern fer á torg.
Trítlar lóa urn túnfót,
tínir þar æti sín;
kippir upp kaldri löpp,
kvefað er söngnef. —
Harðger á flugferð,
fótviss um hraungrjót,
hestr með hankað hrjóst
hregg sýpr undir vegg.
Vandi mundi vera að koma meiru af nákvæmri at-
hugun og lífi í slíka lýsingu, en hér er gert. Þarna er
jafnt fyrir augu, eyru og hugsun, og hvert orð hnit-
miðað. Bragarhátturinn er og ættaður sem bezt, vígður
af Jóni biskupi Arasyni, íbygginn, ýmist hleypur við
fót eða stígur fast til jarðar. —-
Sumum finnst G. Fr. einhæfur, og sjálfur talar hann
í einu kvæði um „einhæfu ómana sína“. Það er satt,
að mörg skáld eiga fleiri strengi á hörpu sinni og marg-
falt fjölskrúðugra efni. Efnisvali G. Fr. hafa lífskjörin
mjög ráðið og svo lunderni hans, að hann hefir haft
ríka samúð með sérstakri lífsstefnu og þeim dyggðum,
er henni fylgja, en hins vegar ekki viljað nema stærra
land en hann gat sjálfur farið eldi um í hinum fáu
tómstundum sínum. Enginn veit, hve mikils bókmennt-
ir vorar hafa misst við það, að G. Fr. hefir ekki getað
farið um fleiri lönd en ísland og þó ekki um ísland allt.
Ferðir hans t. d. um Suðurland hafa orðið tilefni af-
bragðskvæða, svo sem „Um Rangárþing“ o. fl„ og
bendir það á, að ferðalög hefðu getað orðið honum frjó
að yrkisefnum og gætu orðið enn, því að enn þá yrkir
hann með fullum krafti, svo sem margt í hinni nýju
kvæðabók hans sýnir.
En raunar er það fávíslegt að finna það að skáldi,