Vaka - 01.09.1929, Page 34
160
G. F.: GUÐMUNDUK FKIÐJÓN'SSON
[vaka]
að hann er ekki b æ ð i þetta o g hitt. Um það á að
spyrja, hvað gert hefir verið og hvernig það er gert,
hvort það er gott í sinni tegund. Og þá hygg ég, að
allir skynbærir menn verði að játa, að G. Fr. er um
margt afburðamaður og að það er aðdáanlegt, hverju
hann hefir orkað í þrá við alla þá örðugleika, sem
hann hefir átt við að stríða.
24. október þ. á. verður G. Fr. sextugur. Ég býst við
að íslendingar rísi þá upp til handa og fóta um land
allt til þess að votta honum þökk sina og aðdáun, því
að almanakið er venjulega helzti vekjari samvizkunn-
ar. En sérstaklega geri ég ráð fyrir, að þann dag sjáist
„vinreið á vegum öllum“ í Þingeyjarsýslu. Guðmundur
Friðjónsson er Þingeyingur. Og hann hefir meira unnið
úr efnum þeirrar sýslu og gert arðbært fyrir alda og
óborna en noklcur maður annar. Hann hefir sýnt, live
hátt þingeyskur bóndi getur hafið sig yfir múginn, þótt
hann sitji heima í sveitinni sinni, sjái fyrir búi og
barnafjöld og gjaldi hverjum sitt. Alþýðumenntun
Þingeyinga er við brugðið. En eins og William James
hefir sagt, er sönn menntun fólgin í því að þ e k k j a
g ó ð a n m a n n , þ e g a r m a ð u r s é r h a n n.
I september 1929.
Guðm. Finnbogason.