Vaka - 01.09.1929, Page 35
BAÐSTOFUR.
Það eru tvennir tímar fyrir oss Islendingum nú og
áður, þegar baðstofa, í orðsins eiginlegu merkingu, var
á hverjum bæ. Baðstofur eru að vísu ennþá víðast hvar
í sveitum, en böðin eru fallin í gleymsku. Málið varð-
veitir betur hina fornu menningu en þjóðin siðina. Af
flestum nágrannaþjóðum vorum er sömu söguna að
segja. Baðsiður fyrri tíma er niður fallinn. Baðhús
eru að vísu reist í bæjum fyrir almenning, en heimilis-
böð eru fágæt móts við það sem áður var, þegar bað-
stofan var jafn sjálfsögð á hverjum bæ og eldhúsið.
I þann tíð var gengið til baðstofu á hverjum laugar-
degi, en nú er látinn nægja líkamsþvottur fyrír stór-
hátíðar. Aðeins ein Norðurlandaþjóð hefir varðveitt
baðvenjur sínar fram á vora daga. Það eru Finnar. Til
þeirra er að leita fyrirmyndarinnar, þegar taka skal
upp aftur baðháttu forfeðranna.
Baðstofur tíðkuðust meðal germanskra þjóða, þegar
sögur hel'jast. Tacitus segir frá böðum, sem þann veg
var háttað, að vatni var slegið á heita steina og eim-
urinn látinn leika um líkamann. Finnar hafa sögur af
baðstofum í sínu landi frá því um líkt leyti og ísland
byggðist. Sennilegt er talið, að gufuböð eigi upptök sín
meðal slafneskra þjóða, enda hafa þau varðveizt bezt
í austurhluta Norðurálfunnar.
Upphaflega voru baðstofur niðurgrafnar og byrgt
yfir eins og frásagan um Víga-Styr sýnir, þá er hann
drap berserkina. Enn þann dag í dag tíðkast slíkar
baðstofur í Finnlandi meðal manna, sem liggja í ó-
byggðum við veiðar eða skógarhögg. Baðstofan er talin
11